Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   lau 27. maí 2023 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Inter í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Inter 3 - 2 Atalanta
1-0 Romelu Lukaku ('1 )
2-0 Nicolo Barella ('3 )
2-1 Mario Pasalic ('36 )
3-1 Lautaro Martinez ('77 )
3-2 Andre Onana ('90 , sjálfsmark)

Inter mun halda áfram að spila í Meistaradeild Evrópu eftir að liðið vann Atalanta, 3-2, á Giuseppe Meazza-leikvanginum í Mílanó í kvöld.

Það tók Romelu Lukaku aðeins tæpa mínútu að skora fyrsta markið og það gerði hann nokkuð auðveldlega eftir samleik með Lautaro Martínez.

Nicolo Barella gerði annað markið tveimur mínútum síðar og Inter komið með góða forystu. Mario Pasalic minnkaði muninn fyrir Atalanta á 36. mínútu eftir að Inter mistókst að hreinsa frá eftir hornspyrnu.

Lautaro kom Inter í 3-1 á 77. mínútu áður en André Onana varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net eftir að aukaspyrna Luis Muriel fór í vegginn áður en hann þrumaði boltanum í Onana og í netið.

Inter fagnar því að hafa tryggt Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð. Atalanta er því úr leik í Meistaradeildarbaráttunni þar sem Milan hefur betur í innanbyrðisviðureignum. Juventus er enn í baráttunni.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 3 2 1 0 8 2 +6 7
2 Juventus 3 2 1 0 6 0 +6 7
3 Torino 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Verona 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Napoli 3 2 0 1 5 4 +1 6
7 Empoli 3 1 2 0 3 2 +1 5
8 Lazio 3 1 1 1 6 5 +1 4
9 Parma 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Genoa 3 1 1 1 3 4 -1 4
11 Fiorentina 3 0 3 0 3 3 0 3
12 Atalanta 3 1 0 2 5 6 -1 3
13 Lecce 3 1 0 2 1 6 -5 3
14 Milan 3 0 2 1 5 6 -1 2
15 Monza 3 0 2 1 2 3 -1 2
16 Cagliari 3 0 2 1 1 2 -1 2
17 Roma 3 0 2 1 1 2 -1 2
18 Bologna 3 0 2 1 2 5 -3 2
19 Venezia 3 0 1 2 1 4 -3 1
20 Como 3 0 1 2 1 5 -4 1
Athugasemdir
banner
banner