Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 27. maí 2024 09:25
Elvar Geir Magnússon
Formaður ÍA hundóánægður með dóminn sem Víkingur fékk: Með ólíkindum!
Erlendur Eiríksson dómari.
Erlendur Eiríksson dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Herbertsson formaður ÍA er allt annað en sáttur með dóminn sem réði úrslitum í leik liðsins gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings um helgina.

Víkingur vann 1-0 með marki úr vítaspyrnu en Erlendur Eiríksson dómari dæmdi Marko Vardic brotlegan og gaf honum rautt spjald eftir að Daniel Dejan Djuric féll innan teigs.

„Þetta er alveg ótrúleg dómgæsla. Það má koma við leikmenn en þarna er augljóslega ekkert brot, en þreföld refsing, víti og manni færri í þessu leik og svo leikbann í næsta leik. Þessi ákvörðun er með ólíkindum!!!" skrifaði Eggert á X en atvikið má sjá hér að neðan.

Anton Freyr Jónsson, fréttamaður Fótbolta.net, gaf Erlendi fjóra í einkunn fyrir leikinn.

„Erlendur Eiríksson fær falleinkunn frá mér. Féll á stóra atvikinu sem réði úrslitum í þessum leik. Eftir að hafa séð þetta atvik aftur þá var þetta aldrei víti," skrifaði Anton í skýrslu um leikinn.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
3.    Breiðablik 11 8 1 2 26 - 13 +13 25
4.    ÍA 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
6.    FH 10 4 2 4 18 - 20 -2 14
7.    Fram 10 3 4 3 13 - 14 -1 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    Fylkir 10 2 1 7 15 - 27 -12 7
12.    KA 10 1 2 7 14 - 25 -11 5
Athugasemdir
banner
banner
banner