Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 27. maí 2024 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vardic um vítaspyrnudóminn: Sáu allir hvað gerðist
Marko Vardic, miðjumaður ÍA.
Marko Vardic, miðjumaður ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marko Vardic, miðjumaður ÍA, er á leið í leikbann eftir að hafa fengið rauða spjaldið þegar Skagamenn töpuðu 0-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings.

Það er þó ekki annað hægt að segja en að rauða spjaldið sem Vardic fékk í gær hafi verið umdeilt. Hann fékk það fyrir að brjóta á Danijel Dejan Djuric innan teigs en flestir eru nú sammála um að það hafi verið grimmur dómur.

Fótbolti.net hafði samband við Vardic í dag og spurði hann út í atvikið á Akranesi í gær.

„Mitt komment getur ekki breytt neinu, en allir sáu hvað gerðist og ég er svekktur því ég get ekki spilað næsta leik gegn KA. En þannig er það bara," segir Vardic.

„Ég vil einbeita mér meira að fótboltanum en dómgæslunni. Það er fyrir aðra að ræða. Ég var mjög stoltur af liðinu mínu hvernig þeir spiluðu tíu gegn ellefu á móti sterku Víkingsliði."

Anton Freyr Jónsson, fréttamaður Fótbolta.net, gaf Erlendi fjóra í einkunn fyrir leikinn.

„Erlendur Eiríksson fær falleinkunn frá mér. Féll á stóra atvikinu sem réði úrslitum í þessum leik. Eftir að hafa séð þetta atvik aftur þá var þetta aldrei víti," skrifaði Anton í skýrslu um leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner