Grótta hafði betur í nýliðaslag
Afturelding og Grótta áttust við í nýliðaslag í Inkasso-deild karla í kvöld í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 0-3 sigri gestanna og Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar var skiljanlega sár í leikslok.
„Ég er fyrst og síðast bara svekktur að leikurinn hafi endað svona. En þegar ég segi það að þá er það náttúrulega þannig að strákarnir gáfu allt í þetta og þetta var jafn leikur. Það voru færi á báða bóga í stöðunni 0-0" Sagði Arnar.
„Ég er fyrst og síðast bara svekktur að leikurinn hafi endað svona. En þegar ég segi það að þá er það náttúrulega þannig að strákarnir gáfu allt í þetta og þetta var jafn leikur. Það voru færi á báða bóga í stöðunni 0-0" Sagði Arnar.
Afturelding hefur fengið á sig 21 mark í fyrstu 9 umferðum deildarinnar. Arnar segist vissulega hafa áhyggjur af stöðunni „ Já þetta er ekki gott. En mark tvö og þrjú eru farsakennd þar sem menn eru dottnir úr skipulagi og því sem við erum að gera. Það er algjör óþarfi að gefa það. Varnarleikurinn finnst mér hafa verið að skána hjá okkur eftir því sem liðið hefur á mótið" Sagði Arnar.
Nánar er rætt við Arnar um leikinn, stöðuna á hópnum og félagsskiptagluggann famundan í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir






















