Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   sun 27. júní 2021 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Yeoman: Hugsunin var að koma þeim á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman var hetja Blika í kvöld þegar hann skoraði frábært sigurmark, stöngin inn þegar það voru þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma gegn HK í Kópavogsslagnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Breiðablik

„Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Yfirleitt fara leikirnir við HK í annan brag en aðrir leikir þó að maður reyni að gleyma því að þetta sé einhver grannaslagur og barátta um eitthvað sveitarfélag þá verður stemmningin allt öðruvísi. Þeir eru auðvitað með hörkulið og vel skipulagðir, og mjög erfitt að spila á móti þeim. Bara gríðarlega erfiður leikur og ég er himinlifandi að fá þessi þrjú stig," sagði Andri Rafn í viðtali eftir leik.

Andri skorar frábært sigurmark í leiknum þegar lítið var eftir, hugsaði hann alltaf um að skjóta á markið í þessu færi?

„Já eiginlega, ég veit að ég er staðsettur þarna einhversstaðar í teignum og næ ágætis fyrstu snertingu, legg hann fyrir mig og bara læt vaða. Það spilaði líka inn í að það er langt síðan maður spilaði heilan leik og ég var orðinn örlítið þreyttur, hugsunin var að reyna gera einhvað hratt og koma þeim aðeins á óvart og það gekk í þetta skipti."

Hlýtur að hafa verið sterkt að ná þessum öfluga endurkomusigri eftir vonbrigðin gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum?

„Já vissulega, það var erfiður leikur kannski að vissu leyti ekkert ósvipaður þessum leik, við vorum einhvern veginn í ströggli að komast í almennilegan takt og vorum þarna einu marki undir, lítið eftir og þá var þetta bara hrikalega sterkt og við þurfum að kafa ansi djúpt að leita að orku og hugmyndum og brjóta þetta upp, það gekk að lokum og ég er gríðarlega sáttur með liðið í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner