Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
   sun 27. júní 2021 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Yeoman: Hugsunin var að koma þeim á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman var hetja Blika í kvöld þegar hann skoraði frábært sigurmark, stöngin inn þegar það voru þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma gegn HK í Kópavogsslagnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Breiðablik

„Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Yfirleitt fara leikirnir við HK í annan brag en aðrir leikir þó að maður reyni að gleyma því að þetta sé einhver grannaslagur og barátta um eitthvað sveitarfélag þá verður stemmningin allt öðruvísi. Þeir eru auðvitað með hörkulið og vel skipulagðir, og mjög erfitt að spila á móti þeim. Bara gríðarlega erfiður leikur og ég er himinlifandi að fá þessi þrjú stig," sagði Andri Rafn í viðtali eftir leik.

Andri skorar frábært sigurmark í leiknum þegar lítið var eftir, hugsaði hann alltaf um að skjóta á markið í þessu færi?

„Já eiginlega, ég veit að ég er staðsettur þarna einhversstaðar í teignum og næ ágætis fyrstu snertingu, legg hann fyrir mig og bara læt vaða. Það spilaði líka inn í að það er langt síðan maður spilaði heilan leik og ég var orðinn örlítið þreyttur, hugsunin var að reyna gera einhvað hratt og koma þeim aðeins á óvart og það gekk í þetta skipti."

Hlýtur að hafa verið sterkt að ná þessum öfluga endurkomusigri eftir vonbrigðin gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum?

„Já vissulega, það var erfiður leikur kannski að vissu leyti ekkert ósvipaður þessum leik, við vorum einhvern veginn í ströggli að komast í almennilegan takt og vorum þarna einu marki undir, lítið eftir og þá var þetta bara hrikalega sterkt og við þurfum að kafa ansi djúpt að leita að orku og hugmyndum og brjóta þetta upp, það gekk að lokum og ég er gríðarlega sáttur með liðið í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner