Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   sun 27. júní 2021 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Yeoman: Hugsunin var að koma þeim á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman var hetja Blika í kvöld þegar hann skoraði frábært sigurmark, stöngin inn þegar það voru þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma gegn HK í Kópavogsslagnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Breiðablik

„Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Yfirleitt fara leikirnir við HK í annan brag en aðrir leikir þó að maður reyni að gleyma því að þetta sé einhver grannaslagur og barátta um eitthvað sveitarfélag þá verður stemmningin allt öðruvísi. Þeir eru auðvitað með hörkulið og vel skipulagðir, og mjög erfitt að spila á móti þeim. Bara gríðarlega erfiður leikur og ég er himinlifandi að fá þessi þrjú stig," sagði Andri Rafn í viðtali eftir leik.

Andri skorar frábært sigurmark í leiknum þegar lítið var eftir, hugsaði hann alltaf um að skjóta á markið í þessu færi?

„Já eiginlega, ég veit að ég er staðsettur þarna einhversstaðar í teignum og næ ágætis fyrstu snertingu, legg hann fyrir mig og bara læt vaða. Það spilaði líka inn í að það er langt síðan maður spilaði heilan leik og ég var orðinn örlítið þreyttur, hugsunin var að reyna gera einhvað hratt og koma þeim aðeins á óvart og það gekk í þetta skipti."

Hlýtur að hafa verið sterkt að ná þessum öfluga endurkomusigri eftir vonbrigðin gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum?

„Já vissulega, það var erfiður leikur kannski að vissu leyti ekkert ósvipaður þessum leik, við vorum einhvern veginn í ströggli að komast í almennilegan takt og vorum þarna einu marki undir, lítið eftir og þá var þetta bara hrikalega sterkt og við þurfum að kafa ansi djúpt að leita að orku og hugmyndum og brjóta þetta upp, það gekk að lokum og ég er gríðarlega sáttur með liðið í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner