Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   sun 27. júní 2021 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Yeoman: Hugsunin var að koma þeim á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman var hetja Blika í kvöld þegar hann skoraði frábært sigurmark, stöngin inn þegar það voru þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma gegn HK í Kópavogsslagnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Breiðablik

„Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Yfirleitt fara leikirnir við HK í annan brag en aðrir leikir þó að maður reyni að gleyma því að þetta sé einhver grannaslagur og barátta um eitthvað sveitarfélag þá verður stemmningin allt öðruvísi. Þeir eru auðvitað með hörkulið og vel skipulagðir, og mjög erfitt að spila á móti þeim. Bara gríðarlega erfiður leikur og ég er himinlifandi að fá þessi þrjú stig," sagði Andri Rafn í viðtali eftir leik.

Andri skorar frábært sigurmark í leiknum þegar lítið var eftir, hugsaði hann alltaf um að skjóta á markið í þessu færi?

„Já eiginlega, ég veit að ég er staðsettur þarna einhversstaðar í teignum og næ ágætis fyrstu snertingu, legg hann fyrir mig og bara læt vaða. Það spilaði líka inn í að það er langt síðan maður spilaði heilan leik og ég var orðinn örlítið þreyttur, hugsunin var að reyna gera einhvað hratt og koma þeim aðeins á óvart og það gekk í þetta skipti."

Hlýtur að hafa verið sterkt að ná þessum öfluga endurkomusigri eftir vonbrigðin gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum?

„Já vissulega, það var erfiður leikur kannski að vissu leyti ekkert ósvipaður þessum leik, við vorum einhvern veginn í ströggli að komast í almennilegan takt og vorum þarna einu marki undir, lítið eftir og þá var þetta bara hrikalega sterkt og við þurfum að kafa ansi djúpt að leita að orku og hugmyndum og brjóta þetta upp, það gekk að lokum og ég er gríðarlega sáttur með liðið í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner