 
                                                                                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                „Það er auðvitað engin skömm að tapa gegn Íslandsmeisturunum," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna á þessum laugardegi.
                
                
                                    Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 2 Keflavík
Keflvíkingar byrjuðu vel og komust yfir á Kópavogsvellinum. Blikar náðu þó að snúa því sér í vil og klára leikinn.
„Við höfum verið í vandræðum þegar við komumst yfir. Það er eins og hausinn fari eitthvað á flug. Það er svo mikilvægt í svona stöðu að þétta raðirnar og halda í forystuna í aðeins lengri tíma."
Keflavík er í sjöunda sæti og er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Hvað getur liðið gert til að koma sér frá fallbaráttunni?
„Þetta er gríðarlega jafnt og ég vil meina að öll þessi lið sem eru í þessum pakka séu of góð til að falla. Þetta eru mjög sterk lið. Það er mikilvægt að vera ekki að horfa á töfluna. Það er næsti leikur og það er alltaf það sem skiptir mestu máli."
Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        



















 
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
