Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   lau 27. júlí 2024 17:55
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: ÍBV upp í annað sætið eftir öruggan sigur á Þór
Lengjudeildin
Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvö fyrir Eyjamenn
Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvö fyrir Eyjamenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 0 - 3 ÍBV
0-1 Sverrir Páll Hjaltested ('29 )
0-2 Oliver Heiðarsson ('49 )
0-3 Sverrir Páll Hjaltested ('94 )
Rautt spjald: Ragnar Óli Ragnarsson, Þór ('95) Lestu um leikinn

ÍBV er komið upp í annað sæti Lengjudeildar karla eftir að hafa unnið 3-0 sigur á Þór á VÍS-vellinum á Akureyri í dag.

Sverrir Páll Hjaltested og Oliver Heiðarsson fóru mikinn fyrir Eyjamönnum í dag.

Sá fyrrnefndi skoraði fyrsta markið á 29. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Olivers. Sverrir var síðan nálægt því að bæta við öðru níu mínútum síðar en setti boltann framhjá úr hörkufæri.

Eyjamenn fóru með eins marks forystu inn í hálfleikinn og voru ekki lengi að bæta við öðru í þeim síðari. Alex Freyr Hilmarsson braut sér leið inn í teiginn, kom boltanum á Oliver sem skoraði áttunda mark sitt í deildinni.

Undir lok leiks gerði Sverrir annað mark sitt. Aron Birkir Stefánsson varði fyrsta skot hans, en boltinn datt aftur út á Sverri sem gerði út um leikinn.

Ragnar Óli Ragnarsson, leikmaður Þórsara, fékk að líta heimskulegt annað gula þegar hann reyndi að rífa Sigurð Arnar Magnússon á fætur sem lá meiddur. Gunnar Oddur Hafliðason, dómari leiksins, fór í vasann, dró upp annað gula og síðan rauða og Ragnar sendur í sturtu.

Lokatölur 3-0 fyrir Eyjamenn sem eru nú í öðru sæti með 25 stig, sex stigum frá toppnum en Þór í 7. sæti með 17 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner