Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   fös 27. september 2019 21:52
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu leikmenn 2. deild kvenna 2019
Best í 2. deild 2019 - Taciana Da Silva Souza
Best í 2. deild 2019 - Taciana Da Silva Souza
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Efnilegust í 2. deild 2019 - Guðrún Þóra Geirsdóttir
Efnilegust í 2. deild 2019 - Guðrún Þóra Geirsdóttir
Mynd: Aðsend
Besti þjálfari í 2. deild 2019 - John Andrews
Besti þjálfari í 2. deild 2019 - John Andrews
Mynd: Raggi Óla
Julie Gavorski skoraði 12 mörk í 11 leikjum og varð markadrottning 2. deildar
Julie Gavorski skoraði 12 mörk í 11 leikjum og varð markadrottning 2. deildar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld var lið ársins í 2. deild kvenna opinberað á Hótel Borg. Fótbolti.net fylgdist með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2019:
Ana Lucia N. Dos Santos - Grótta

Guðrún Þóra Geirsdóttir – Völsungur
Victoria Swift - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir - Grótta
Karyn Forbes - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir

Marlyn Campa – Sindri
Linzi Taylor – Völsungur
Harpa Ásgeirsdóttir – Völsungur

Alexandra Taberner Tomas – Sindri
Julie Gavorski - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Taciana Da Silva Souza - Grótta



Varamannabekkur:
Katrín Björg Pálsdóttir - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Niamh Monica Coombes - Völsungur
Dagbjört Ingvarsdóttir - Völsungur
Arna Benný Harðardóttir – Völsungur
Diljá Mjöll Aronsdóttir – Grótta
Tinna Jónsdóttir – Grótta
Sigrún Auður Sigurðardóttir - Álftanes

Aðrar sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Elian Graus Domingo (Sindri), Berglind Magnúsdóttir (Álftanes).

Varnarmenn: Anja Ísis Brown (Grótta), Valdís Alla Sigurþórsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Arna Kristinsdóttir (Hamrarnir), Elfa Mjöll Jónsdóttir (Völsungur), Jovana Milinkovic (Sindri), Karítas María Arnardóttir (Leiknir R.), Katrín Ýr Árnadóttir (Álftanes), Heiða Helgudóttir (Grótta), Hafdís Ágústsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Hamrarnir), Sara Skaptadóttir (Hamrarnir), Freyja Sól Kristinsdóttir (Sindri).

Miðjumenn: Hulda Ösp Ágústsdóttir (Völsungur), Diljá Mjöll Aronsdóttir (Grótta), Helga Rakel Fjalarsdóttir (Grótta), Magdalena Ólafsdóttir (Hamrarnir), Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Hamrarnir), Bjargey Sigurborg Ólafsson (Grótta), Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Hamrarnir), Aimee Durn (Völsungur), Arnhildur Ingvarsdóttir (Völsungur), Rakel Lóa Brynjarsdóttir (Grótta)

Sóknarmenn: Jóhanna Lind Stefánsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Salka Ármannsdóttir (Álftanes), Krista Eik Harðardóttir (Völsungur).



Þjálfari ársins: John Andrews - Völsungur
John Andrews stýrði Völsungi til sigurs í 2. deildinni á sínu öðru ári með liðið. Völsungi var spáð 4. sæti fyrir mót en vann deildina sannfærandi, liðið vann 11 leiki og gerði eitt jafntefli. Frábær árangur hjá þjálfaranum öfluga sem ákvað að framlengja ekki samning sinn við félagið og er í leit að nýju starfi.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Christopher Harrington (Hamrarnir), Björgvin Karl Gunnarsson (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Magnús Örn Helgason (Grótta).

Leikmaður ársins: Taciana Da Silva Souza - Grótta
Það var unaður að fylgjast með hinni brasilísku Taciana í sumar. Hún er ótrúlega leikin með boltann og mikill skemmtikraftur. Hún er á sínu öðru tímabili með Gróttu og skoraði 12 mörk í 12 leikjum.
Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Ana Lucia Dos Santos (Grótta), Dagbjört Ingvarsdóttir (Völsungur), Victoria Swift (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Julie Gavorski (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Aimee Durn (Völsungur), Sigrún Auður Sigurðardóttir (Álftanes), Harpa Ásgeirsdóttir (Völsungur), Linzi Taylor (Völsungur).

Efnilegust: Guðrún Þóra Geirsdóttir - Völsungur
Hin 15 ára Guðrún Þóra Geirsdóttir átti frábært tímabil í liði Völsungs. Þetta var hennar fyrsta tímabil í meistaraflokki og hún náði aldeilis að festa sig í sessi og vekja athygli fyrir góða frammistöðu. Flott sumar hjá þessum efnilega leikmanni sem gaman verður að fylgjast með í Inkasso-deildinni að ári.
Aðrar sem fengu atkvæði sem efnilegust: Jóhanna Lind Stefánsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), María Lovísa Jónasdóttir (Grótta), Magdalena Ólafsdóttir (Hamrarnir), Katrín Björg Pálsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Hamrarnir), Elfa Mjöll Jónsdóttir (Völsungur), Hulda Ösp Ágústsdóttir (Völsungur), Tinna Brá Magnúsdóttir (Grótta).

Ýmsir molar:
- Þær Victoria Swift og Taciana Da Silva Souza fengu 11 af 12 mögulegum atkvæðum

- Fjórir leikmenn Völsungs voru tilnefndar sem besti leikmaður deildarinnar

- Brassarnir í Gróttu, þær Taciana og Ana Lucia, voru báðar í liði ársins í fyrra líka

- Átta erlendir leikmenn eru í liði ársins og ein á bekknum

- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði

- Níu leikmenn fengu atkvæði sem efnilegasti leikmaður

- John Andrews fékk atkvæði sem þjálfari ársins í fyrra en vann kosninguna með yfirburðum í ár

- Sigrún Auður Sigurðardóttir er elst til að fá atkvæði, fædd 1980

- Guðrún Þóra Geirsdóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir eru yngstar til að fá atkvæði, fæddar 2004.

- Alls fengu 45 leikmenn tilnefningar í lið ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner