Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 27. september 2020 17:56
Aksentije Milisic
Ítalía: Napoli og Milan með sigra
Tveimur leikjum var að ljúka í Seríu A deildinni á Ítalíu. Crotone og AC Milan áttust við og þá fékk Napoli lið Genoa í heimsókn.

Franck Kessie kom Milan yfir undir lok fyrri hálfleiks en hann skoraði þá úr vítaspyrnu. Brahim Diaz tvöfaldaði forystu gestanna á 50. mínútu og reyndist það vera síðasta mark leiksins.

Í Napoli buðu heimamenn upp á veislu og slátruðu gestunum með sex mörkum gegn engu. Staðan var 1-0 í hálfleik en það var Hirving Lozano sem kom Napoli á bragðið.

Í síðari hálfleiknum var einstefna í gangi og skoraði Napoli fimm mörk á 27 mínútna kafla. Piotr Zielinski, Dries Mertens, Hirving Lozano, Eljif Elmas og Matteo Politano gerðu mörkin í síðari hálfleiknum.

Napoli og AC Milan eru því með fullt hús eftir tvær umferðir. Í kvöld mætast síðan Roma og Juventus í stórleik.

Crotone 0 - 2 Milan
0-1 Franck Kessie ('45 , víti)
0-2 Brahim Diaz ('50 )

Napoli 6 - 0 Genoa
1-0 Hirving Lozano ('10 )
2-0 Piotr Zielinski ('46 )
3-0 Dries Mertens ('57 )
4-0 Hirving Lozano ('65 )
5-0 Eljif Elmas ('69 )
6-0 Matteo Politano ('72 )

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner
banner