Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 27. september 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkur á að spilað verði í Kaplakrika - Vestramenn fljúga suður í dag
Marki fagnað á Olísvellinum
Marki fagnað á Olísvellinum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Samúel Samúelsson
Samúel Samúelsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri á að mæta Víkingi á Olísvellinum á Ísafirði í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Líkur eru þó á því að ekki verði hægt að spila leikinn fyrir vestan sökum veðurs en leikmenn liðsins munu æfa á höfuðborgarsvæðinu í vikunni.

Það hefur snjóað fyrir vestan og möguleiki á því að Olísvöllurinn verði ekki leikfær á laugardag. Fótbolti.net ræddi við Samúel Samúelsson, meðstjórnanda knattspyrnudeildar Vestra, og spurði hann út í stöðu mála.

Eins og staðan er núna er það ekki séns
„Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns," sagði Samúel í dag.

„Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út."

Verður að spila leikinn um helgina
Væri fyrsti fyrsti kostur að reyna fresta leiknum eða spila leikinn annars staðar?

„Mér skilst að það sé ekki séns á að fresta leiknum neitt, nema kannski um einn dag. Ef að leikurinn fer ekki fram um helgina hérna fyrir vestan þá verður hann að fara fram annars staðar."

Hafa rætt við FH-inga um Kaplakrikavöll
Eruði byrjaðir að skoða hvar það geti verið? „Já, án þess að það sé komið 100% á hreint þá geri ég ráð fyrir því, ef ekki verður leikið á Ísafirði, að við munum spila í Kaplakrika [heimavelli FH]."

Hvernig kemur það til? „Það er leikur á Akranesi á laugardaginn og það gengur ekki að spila leikinn þar. Því yrðum við að fara með leikinn í bæinn og við viljum spila á grasi. Það eru ekki margir vellir í boði. Kaplakrikavöllur er eflaust bestir grasvöllur landsins og við höfum átt í smá viðræðum við FH um að hýsa okkur ef þarf til. Ég fæ staðfestingu á því í dag."

„En að sjálfsögðu stefnum við að því að spila á Olísvellinum. Það er bara þannig. Tíminn verður að leiða það í ljós."


Vestramenn æfa á höfuðborgarsvæðinu í vikunni
„Við erum að senda strákana okkar suður til Reykjavíkur og þeir munu æfa þar í vikunni."

Ef það er snjór á vellinum, gætuð þið þá æft annars staðar eða er það bara líkamsræktarstöðin eða æfing í snjó?

„Það er bara ræktin eða snjórinn. Liðið mun fara suður til Reykjavíkur og æfa þar í vikunni. Svo tökum við ákvörðun á fimmtudagskvöld um hvort leikurinn fari fram á Ísafirði eða ekki. Ef leikurinn fer fram fyrir sunnan verður liðið áfram þar. Ef leikurinn fer fram á Olísvellinum þá koma strákarnir vestur aftur á föstudaginn. Við ætlum að leysa þetta svoleiðis," sagði Samúel að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner