Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 27. september 2023 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Stórskemmtilegt einvígi Arnórs og Rúnars - Arsenal, Chelsea og Liverpool áfram
Arnór skoraði annan leikinn í röð
Arnór skoraði annan leikinn í röð
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Líflegu kvöldi í enska deildabikarnum er lokið. Arsenal, Chelsea og Liverpool eru öll komin áfram í 16-liða úrslit, en Aston Villa og Brighton eru úr leik. Þá var einvígi þeirra Arnórs Sigurðssonar og Rúnars Alex Rúnarsson stórskemmtilegt, en Arnór hafði betur þar og fer áfram í næstu umferð.

James Garner og Dominic Calvert-Lewin skoruðu mörk Everton í góðum 2-1 sigri á Aston Villa á Villa Park.

Leikskipulag Everton gekk fullkomlega upp. Villa var meira með boltann. Boubacar Kamara minnkaði muninn þegar sex mínútur voru eftir en lengra komust VIlla-menn ekki.

Arnór Sigurðsson fer þá ásamt Blackburn í 16-liða úrslitin eftir ótrúlegan 5-2 sigur á Cardiff City á Ewood Park. Arnór var í byrjunarliði Blackburn og Rúnar í marki Cardiff.

Skagamaðurinn skoraði annað mark sitt á tímabilinu fyrir Blackburn er hann fékk boltann í teignum á 36. mínútu og skilaði honum framhjá Rúnari í markinu.

Rúnar náði fram hefndum gegn Arnóri því á 53. mínútu fengu heimamenn víti og var það Arnór sem fór á punktinn, en Rúnar sá við honum. Því miður fyrir Cardiff þá skoraði Blackburn upp úr horninu sem það fékk í kjölfarið af vítaspyrnunni.

Arnór fór af velli eftir klukkutímaleik á meðan Rúnar lék allan leikinn í markinu. Blackburn vann örugglega, 5-2, og fer áfram í 16-liða úrslit.

Liverpool kláraði Leicester í seinni og Chelsea tókst loks að vinna leik

Liverpool vann Leicester, 3-1, á Anfield. Leicester leiddi með einu marki gegn engu í hálfleik. Kasey McAteer gerði mark Leicester á þriðju mínútu, en Liverpool þurft að sýna þolinmæði í leit að mörkum.

Sú þolinmæði skilaði sér í síðari hálfleik. Cody Gakpo jafnaði á 48. mínútu eftir laglega sendingu Ryan Gravenberch inn á teiginn og þá gerði varamaðurinn Dominik Szoboszlai stórbrotið mark er hann þrumaði boltanum fyrir utan teig og efst í vinstra hornið.

Diogo Jota sá svo til þess að Liverpool sigldi þessu örugglega í höfn með þriðja markinu með laglegri hælspyrnu eftir sendingu frá Jarrel Quansah.

Chelsea lagði Brighton að velli, 1-0. Nicolas Jackson, sem hefur verið ískaldur í undanförnum leikjum, gerði eina mark leiksins á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Cole Palmer.

Lærisveinum Mauricio Pochettino hefur gengið erfiðlega að skora undanfarið, en er að vonast til þess að þetta verði vendipunktur tímabilsins.

Arsenal vann Brentford, 1-0, í fjörugum leik á Samfélags-vellinum í Lundúnum.

Enski vængmaðurinn Reiss Nelson skoraði sigurmarkið eftir arfaslakan varnarnleik. Brentford tókst ekki að spila sig úr vörninni og náði Eddie Nketiah að komast inn í sendingu til baka, sem hann síðan lagði út á Nelson og kláraði hann færið vel.

Brentford fékk sénsa til að jafna í leiknum. Yoan Wissa klúðraði dauðafæri. Nelson gat þá tvöfaldað forystuna í síðari hálfleiknum en skaut framhjá.

Lokatölur 1-0 Arsenal í vil og liðið áfram í 16-liða úrslit.

Tomas Soucek gerði sigurmark West Ham í naumum 1-0 sigri á Lincoln, Markið kom þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka og. Fulham lagði Norwich að velli, 2-1 og Bournemouth hafði þá betur gegn Stoke, 2-0.

Aston Villa 1 - 2 Everton
0-1 James Garner ('15 )
0-2 Dominic Calvert-Lewin ('50 )
1-2 Boubacar Kamara ('83 )

Blackburn 5 - 2 Cardiff City
1-0 Jake Garrett ('13 )
1-1 Callum Robinson ('18 )
2-1 Arnor Sigurdsson ('36 )
2-2 Kion Etete ('45 )
3-2 Andrew Moran ('49 )
3-2 Arnor Sigurdsson ('53 , Misnotað víti)
4-2 Andrew Moran ('54 )
5-2 Dilan Markanday ('69 )

Bournemouth 2 - 0 Stoke City
1-0 Dominic Solanke ('51 )
2-0 Joe Rothwell ('54 )

Brentford 0 - 1 Arsenal
0-1 Reiss Nelson ('8 )

Chelsea 1 - 0 Brighton
1-0 Nicolas Jackson ('50 )

Fulham 2 - 1 Norwich
1-0 Carlos Vinicius ('12 )
2-0 Alex Iwobi ('72 )
2-1 Borja Sainz ('75 )

Lincoln City 0 - 1 West Ham
0-1 Tomas Soucek ('70 )

Liverpool 3 - 1 Leicester City
0-1 Kasey McAteer ('3 )
1-1 Cody Gakpo ('48 )
2-1 Dominik Szoboszlai ('70 )
3-1 Diogo Jota ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner