Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 27. september 2024 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hemmi Hreiðars hættur með ÍBV (Staðfest)
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari ÍBV en félagið var að staðfesta þessi tíðindi með fréttatilkynningu.

„Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt gott samstarf með Hermanni undanfarin ár og var eindreginn vilji stjórnarinnar að halda því samstarfi áfram," segir í tilkynningu ÍBV.

„Breytingar eru hins vegar að verða á búsetu Hermanns og hans fjölskyldu og því hans mat að hann hafi ekki tök á að halda áfram sem þjálfari liðsins."

„Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Hermanni og hans fjölskyldu fyrir góða tíma í Eyjum undanfarin þrjú ár og framlag hans nú sem áður til félagsins, og óskar Hermanni velfarnaðar í því starfi sem hann tekur að sér."

Undir stjórn Hermanns fór ÍBV upp úr Lengjudeildinni í sumar með því að sigra deildina.

Hermann, sem er fimmtugur, er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður til margra ára en eftir að skórnir fóru upp á hillu þá hefur hann stýrt ÍBV í tvígang, karla- og kvennaliðum Fylkis og Þrótti Vogum ásamt því að vera aðstoðarþjálfari Kerala Blasters á Indlandi og Southend á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner