Bandaríkin 3 - 1 Ísland
0-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('31 )
1-1 Lynn Williams ('71 )
2-1 Lindsey Horan ('76 )
3-1 Emma Sears ('90 )
0-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('31 )
1-1 Lynn Williams ('71 )
2-1 Lindsey Horan ('76 )
3-1 Emma Sears ('90 )
Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Bandaríkjunum, 3-1, í seinni vináttulandsleik þjóðanna í Nashville, Tennessee í Bandaríkjunum í kvöld.
Ísland tapaði fyrri vináttuleik liðanna á fimmtudag með sömu markatölu en Selma Sól Magnúsdóttir gerði eina mark íslenska liðið í þeim leik.
Fyrir leikinn í kvöld hafði Íslandi aldrei tekist að vinna bandaríska liðið í sjö leikjum. Bandaríkin höfðu unnið sex leiki og þá endaði einn með markalausu jafntefli.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði eina mark Íslands með stórkostlegu marki beint úr hornspyrnu á 31. mínútu. Hún spyrnti boltanum í glæsilegum boga inn að marki, yfir allan pakkann og í fjærhornið. Stórbrotið mark.
Glódís Perla Viggósdóttir fékk einnig ágætis tilraun til að skora undir lok fyrri hálfleiks en markvörður bandaríska liðsins varði skalla hennar. Í liði Bandaríkjanna fékk Yazmeen Ryan nokkur færi til að skora en nýtti illa.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands, gerði eina breytingu í hálfleik en Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur.
Bandaríska liðið hélt áfram að þjarma að Íslandi í þeim síðari og gerði Emma Hayes, þjálfari Bandaríkjanna, nokkrar breytingar sem skiluðu síðan sigrinum.
Varamennirnir Lynn Williams og Lindsey Horan skoruðu tvö mörk á fimm mínútum. Williams skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Emmu Sears og þá gerði Horan sigurmarkið eftir fast leikatriði.
Bandaríkin fengu aukaspyrnu sem var komið á Williams á fjær, sem kom honum síðan fyrir markið á Horan sem potaði boltanum í netið af stuttu færi.
Sears, sem er 23 ára gömul, gerði út um leikinn í uppbótartíma. Saga Sears er áhugaverð en hún hætti í fótbolta árið 2022. Hún snerti ekki fótbolta í sex mánuði áður en hún snéri aftur til að taka fimmta árið með Ohio-háskólanum þar sem hún blómstraði. Sears var valin af Racing Louisville í nýliðavali NWSL-deildinni og lék síðan sinn fyrsta A-landsleik í kvöld, þar sem henni tókst að heilla með marki og stoðsendingu.
Markið hennar gulltryggði annan 3-1 sigur á Íslandi. Margt jákvætt sem Ísland getur tekið úr leiknum, en þó afar ódýr mörk sem liðið gaf frá sér í síðari hálfleiknum í kvöld.
Lið Íslands: Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M), Glódís Perla Viggósdóttir (F), Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Arnardóttir ('64, Sædís Rún Heiðarsdóttir), Guðný Árnadóttir, Hildur Antonsdóttir ('85, Amanda Andradóttir), Selma Sól Magnúsdóttir ('46, Berglind Rós Ágústsdóttir), Hlín Eiríksdóttir ('85, Sandra María Jessen), Emilía Kiær Ásgeirsdóttir ('77, Diljá Ýr Zomers), Sveindís Jane Jónsdóttir.
Athugasemdir