Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 27. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annar flokkur ÍA spilar á Pride Park í kvöld
Annar flokkur ÍA mætir Derby County í dag, miðvikudag, í síðari viðureign liðanna í Unglingadeild UEFA.

Leikurinn fer fram á Pride Park í Derby og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma. Pride Park er heimavöllur Derby County og tekur hann rúmlega 33 þúsund manns.

Derby vann fyrri leik liðanna 2-1, en hann fór fram á Víkingsvelli.

Fréttaritari Fótbolti.net verður á vellinum með beina textalýsingu og viðtöl eftir leik. Endilega fylgist með!
Athugasemdir