Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. nóvember 2020 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Aguero mun þurfa tíma til að jafna sig
Diego Armando Maradona ásamt Benjamin Aguero Maradona.
Diego Armando Maradona ásamt Benjamin Aguero Maradona.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola svaraði spurningum um Sergio Agüero fyrr í dag þar sem argentínski sóknarmaðurinn rennur út á samningi hjá Manchester City næsta sumar.

Hinn 32 ára gamli Aguero hefur verið hjá Man City síðan 2011 og er langmarkahæstur í sögu félagsins með 255 mörk í 374 leikjum. Hann hefur verið meiddur að undanförnu en spilaði í 0-1 sigri gegn Olympiakos í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vikunni.

Guardiola ræddi framtíð Aguero og talaði einnig um andlát Diego Armando Maradona, sem var guðfaðir Aguero og afi sonar hans. Aguero spilaði þá undir stjórn Maradona um tíma með argentínska landsliðinu.

„Hann er ekki uppá sitt besta eftir þessi meiðsli en hann á eftir að vera mikilvægur fyrir okkur á tímabilinu. Hann ræður framtíð sinni sjálfur og við erum ekkert að reka á eftir samningsviðræðunum. Hann er ótrúlegur leikmaður og frábær manneskja, ég hef aldrei kynnst stórstjörnu eins og honum," sagði Guardiola.

„Það er erfitt fyrir mig að tala um hans tilfinningar. Þetta er augljóslega erfitt fyrir hann og fjölskyldu hans, þá sérstaklega son hans sem var að missa afa sinn. Hann mun þurfa smá tíma til að jafna sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner