Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 27. nóvember 2020 00:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimflugi Arsenal frestað vegna þoku - Gist í Noregi
Þoka
Þoka
Mynd: Getty Images
Arsenal átti að fljúga heim til Englands frá Noregi eftir leikinn gegn Molde í Evrópudeildinni í kvöld.

Ljóst er að leikmenn og starfsmenn félagsins munu eyða nóttinni í Molde þar sem heimfluginu til London var frestað vegna þoku á Englandi.

Ákvörðun var tekin að fljúga ekki heim eftir leikinn því möguleiki var á því að ekki hefði verið hægt að lenda í London.

Áætlað er að flogið verið í fyrramálið. Arsenal mætir Wolves á sunnudag í úrvalsdeildinni.

Arsenal vann í kvöld (fimmtudag) 3-0 sigur á Molde sem tryggði liðinu sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner