fös 27. nóvember 2020 09:42
Elvar Geir Magnússon
Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr styrkleikalisti FIFA var opinberaður í vikunni en Ísland fer niður um sjö sæti frá síðasta lista og er nú í 47. sæti. Meðal þjóða sem eru komnar ofar en Ísland er norska landsliðið sem er í 44. sæti.

Nú er orðið ljóst hvernig raðað er í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM en dregið verður í riðla þann 7. desember í Sviss.

Ísland er í þriðja styrkleikaflokki og gæti fengið ansi erfiðan riðil í baráttunni um að komast á HM í Katar 2022. Liðin verða dregin í tíu riðla og mun sigurvegari hvers riðils komast í lokakeppnina. Liðin sem enda í öðru sæti fara í umspil.

Fyrsti styrkleikaflokkur: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Króatía, Danmörk, Þýskaland og Holland.

Annar styrkleikaflokkur: Sviss, Wales, Pólland, Svíþjóð, Austurríki, Úkraína, Serbía, Tyrkland, Slóvakía og Rúmenía.

Þriðji styrkleikaflokkur: Rússland, Ungverjaland, Írland, Tékkland, Noregur, Norður-Írland, Ísland, Skotland, Grikkland og Finnland.

Fjórði styrkleikaflokkur: Bosnía og Hersegóvína, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Bulgaría, Ísrael, Hvíta-Rússland, Georgia og Lúxemborg.

Fimmti styrkleikaflokkur: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaídsjan, Eistland, Kosóvó, Kasakstan, Litháen, Lettland og Andorra.

Sjötti styrkleikaflokkur: Malta, Moldóva, Liechtenstein, Gíbraltar og San Maríno.

*Ísland mun ekki geta dregist með Færeyjum í riðli. Þetta er vegna þess að löndin eru það norðanlega að flækjustigið með leikdaga gæti orðið mikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner