Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 27. nóvember 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Kalla eftir því að Conte verði rekinn frá Inter
Vinsældir Antonio Conte stjóra Inter fara minnkandi meðal stuðningsmanna liðsins. Margir kalla eftir því að Conte verði rekinn en kassamerkið #ConteOut er vinsælt á Ítalíu þessa dagana.

Inter er á útleið í Meistaradeildinni eftir 2-0 tap gegn Real Madrid. Inter hefur aðeins fengið tvö stig úr fjórum leikjum.

Inter er í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar, fimm stigum frá toppliði AC Milan.

Corriere della Sera segir að Conte hafi ekki í hyggju að segja upp og ekki sé í plönum Inter að reka hann.

Inter hefur í gegnum tíðina ekki haft mikla þolinmæði gagnvart þjálfurum sínum. Á 43 árum hafa aðeins þrír þjálfarar verið í meira en tvö tíkmabil í röð; Eugenio Bersellini, Giovanni Trapattoni og Roberto Mancini.

Athugasemdir