Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. nóvember 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Lescott spilar með spænsku D-deildarliði
Joleon Lescott.
Joleon Lescott.
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Joleon Lescott hefur tekið skóna af hillunni til að spila fyrir spænska D-deildarliðið Racing Murcia.

Lescott, sem er 38 ára, hætti í boltanum 2017 eftir sautján ára feril.

Hann vann tvo úrvalsdeildartitla með Manchester City, FA-bikarinn og deildabikarinn. Hann hefur einnig leikið fyrir Úlfana, Everton, West Brom, Aston Villa, AEK Aþenu og Sunderland.

Racing heur tilkynnt það að Lescott muni spila gegn La Liga liðinu Levante í fyrstu umferð spænska Konungsbikarsins þann 16. desember.

Lescott lék 26 landsleiki fyrir England milli 2007 og 2013. Hans eina landsliðsmark kom gegn Frakklandi á EM 2012.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner