fös 27. nóvember 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Liverpool mætir Midtjylland í Danmörku
Mynd: Getty Images
Ljóst er að leikur Midtjylland og Liverpool í Meistaradeildinni þann 9. desember mun fara fram í Danmörku.

UEFA hafði samþykkt að færa leikinn á hlutlausan völl utan Danmerkur þar sem reglur í Englandi segja að þeir sem komi frá Danmörku þurfi að fara í 14 daga sóttkví við heimkomu vegna kórónuveirunnar.

Áætlanir höfðu verið um að leikurinn myndi fara fram á heimavelli Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Midtjylland staðfesti hins vegar í dag að leikurinn fari fram á heimavelli félagsins þar sem yfirvöld í Englandi hafi samþykkt að gera undanþágur á reglum fyrir íþróttamenn.

Íslenska landsliðið fékk einnig undanþágu frá yfirvöldum í Englandi á dögunum þegar liðið fór frá Danmerkur til London til að spila við Englendinga í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner