banner
   fös 27. nóvember 2020 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matic vill að Serbar fái Vidic í formannsstólinn
Mynd: Getty Images
Fyrir viku síðan, í kjölfar landsleikjagluggans, gagnrýndi Serbinn Nemanja Vidic, fyrrum leikmaður Manchester United, serbneska knattspyrnusambandið harðlega.

„„Nú er nóg! Ég þarf að segja það sem mér liggur á hjarta og deila mínum skoðunum með almenningi. Kerfið er ónýtt og skammvinnt. Það býr til leikmenn og þjálfara einungis til styttri tíma. Allt kerfið vinnur í þágu umboðsmanna og yfirmanna, ekki fótboltans. Þetta leyfir fólki með umdeildan bakgrunn að stjórna og græða pening fyrir sig. Kerfi sem rekur þjálfara sem kemur liðinu á Heimsmeistaramótið? Þessi vinnubrögð byrja hjá yngri flokkunum. Þau kenna börnum að leiðin að árangri fer eftir því hvaða umboðsmann þú ert með og tengist ekki fótbolta eða persónulegs eðlis. Gæði er ekki mælikvarðinn. Þetta hefur verið í gangi í langan tíma," sagði Vidic meðal annars.

Lestu meira um gagnrýni Vidic:
Vidic lætur serbneska knattspyrnusambandið heyra það: Skammist ykkar!

Nemanja Matic, núverandi leikmaður United, sagði fyrir viku síðan að hann myndi tjá sig í komandi viku og það hefur hann gert. Hann vill að knattspyrnusambandið fái hann sem nýjan formann sambandsins.

Matic segir reynslu Vidic vera gífurlega verðmæta og lykil í að koma Serbum aftur á háan stall á alþjóðavísu. Serbar töpuðu gegn Skotlandi í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik um sæti á EM fyrir tveimur vikum síðan, Matic hætti með landsliðinu í ágúst eftir ósætti út í hvernig málum væri háttað hjá sambandnu.

<>„Vidic við stjórnvölinn hjá sambandinu væri leið að björgun fótboltans í landinu," sagði Matic í bréfi sem serbneskir miðlar birtu.

„Ég er ekki að óska eftir því að einhver missi vinnuna sína en ég er að biðja um að Vidic verður settur í lykilstöðu því ég er algjörlega viss um að hann muni gera allt sem hægt er til bæta serbneskan fótbolta."

„Við vitum öll að forsetinn Aleksandar Vucic er mikill íþróttaunnanndi og því óska ég eftir því að hann sannfæri Vidic til að taka að sér þetta mikla starf að koma fótboltanum aftur á lappir."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner