Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 27. nóvember 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Maradona lagður til hinstu hvílu
Goðsögnin Diego Maradona var lögð til hinstu hvílu í gærkvöldi en aðeins nánustu aðstandendur voru viðstaddir. Þúsundir söfnuðust saman á götum Buenos Aires í Argentínu til að heiðra minningu hans.

Fjölmargir fylgdu líkbílnum þegar hann hélt í Bella Vista kirkjugarðinn. Þar hvílir Maradona nú við hlið foreldra sinna.

Maradona fékk hjartaáfall á miðvikudag en hann er talinn einn besti fótboltamaður sögunnar. Meðal afreka hans var sigur með Argentínu á HM 1986 og tveir Ítalíumeistaratitlar með Napoli.

Hér má sjá myndir frá Buenos Aires í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner