Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. nóvember 2020 09:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Raiola gagnrýnir: Myndir þú setja launaþak á Banksy eða Da Vinci?
Infantino má búa í Norður-Kóreu en ekki ég
Mynd: Getty Images
Mino Raiola gagnrýnir hugmyndir þeirra sem vilja setja á launaþak í fótboltanum. Hann ber fótboltaheiminn saman við listaheiminn og spyr hvort menn myndu setja launaþak á fræga listamenn.

„Myndiru setja launaþak á Bansky eða Leonardo Da Vinci?" spurði Raiola þegar hann var spurður álits á hugmyndum um launaþak í fótbolta.

„Þegar FIFA setur á launaþak þá þýðir það að félög fá ekki lengur að taka sínar eigin ákvarðanir. Það er augljóst nú þegar að félagaskiptamarkaðurinn er ekki eins og FIFA vill að hann virki."

„Ef sett verður á launaþak verður líka að setja þak á félagaskipti og yfirmenn í knattspyrnuheiminum. Real Madrid og Barcelona fá inn risa upphæðir í tekjur svo það yrði að setja þak á miðaverð á sama tíma. Ef það á að setja þak þar þá setjið líka þak á leikara, fjölmiðlamenn og listamenn. Myndir þú setja launaþak á Banksy, Leonardo Da Vinci eða Rembrandt? Hvernig geturu sett þak á hæfileika?"

„Við lifum í kapítalískum heimi en Gianni Infantino vill að við verðum að Norður-Kóreu. Ég hef ekkert út á Norður-Kóreu að setja en hann getur farið og búið þar en ekki ég,"
sagði Raiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner