Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 27. nóvember 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney tilbúinn til að leggja skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney hefur verið partur af fjögurra manna þjálfarateymi Derby County í síðustu leikjum eftir að Phillip Cocu var látinn fara úr stjórastólnum. Liam Rosenior hefur farið fyrir Derby síðan þá en Rooney vill ólmur vera ráðinn sem bráðabirgðastjóri félagsins.

Eigendaskipti eru yfirvofandi hjá Derby og gæti farið sem svo að Rooney fái sitt fyrsta tækifæri sem knattspyrnustjóri og feti þannig í fótspor Steven Gerrard og Frank Lampard. Tilvonandi eigendur Derby eru þegar búnir að ráða Steve McClaren sem tæknilegan ráðgjafa.

Rooney verður við stjórnvölinn er Derby tekur á móti Wycombe Wanderers á morgun. Rosenior mun vera honum til aðstoðar ásamt Shay Given og Justin Walker.

Rooney mun ekki spila með Derby til að einbeita sér að þjálfarastöðunni og segist vera tilbúinn til að leggja skóna á hilluna ef honum býðst starf sem knattspyrnustjóri.

„Ég tel ekki ráðlegt að stýra liðinu sem maður spilar fyrir. Ef ég verð áfram partur af þjálfarateyminu þá mun ég halda áfram að spila en ef ég fæ stjórastöðuna þá mun ég leggja skóna á hilluna," sagði Rooney við Sky.

„Það hefur verið ruglingur í hópnum og okkur fannst eins og við þyrftum að hafa eina rödd í stað fjögurra. Ég hef verið valinn sem þessi eina rödd og er gríðarlega spenntur fyrir mínum fyrsta leik við stjórnvölinn."

Derby hefur gengið herfilega að undanförnu. Liðinu hefur ekki tekist að skora síðan í október og er búið að tapa fjórum leikjum í röð.

Derby situr á botni Championship deildarinnar með 6 stig eftir 13 umferðir.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 44 30 4 10 86 39 +47 94
2 Leeds 44 27 9 8 80 37 +43 90
3 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
4 Southampton 44 25 9 10 85 61 +24 84
5 West Brom 44 20 12 12 67 44 +23 72
6 Norwich 44 21 9 14 77 61 +16 72
7 Hull City 43 18 12 13 62 54 +8 66
8 Coventry 42 17 12 13 66 52 +14 63
9 Middlesbrough 44 18 9 17 64 60 +4 63
10 Preston NE 44 18 9 17 56 61 -5 63
11 Cardiff City 44 19 5 20 50 61 -11 62
12 Bristol City 44 16 11 17 51 47 +4 59
13 Sunderland 44 16 8 20 52 51 +1 56
14 Swansea 44 15 11 18 57 62 -5 56
15 Watford 44 12 17 15 59 58 +1 53
16 Millwall 44 14 11 19 43 55 -12 53
17 Stoke City 44 13 11 20 44 60 -16 50
18 QPR 44 13 11 20 41 57 -16 50
19 Blackburn 44 13 10 21 58 74 -16 49
20 Plymouth 44 12 12 20 58 69 -11 48
21 Sheff Wed 44 13 8 23 39 68 -29 47
22 Birmingham 44 12 10 22 48 64 -16 46
23 Huddersfield 44 9 17 18 47 74 -27 44
24 Rotherham 44 4 12 28 32 85 -53 24
Athugasemdir
banner