Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. nóvember 2021 13:20
Aksentije Milisic
Newcastle reynir að fá Ousmane Dembele
Mynd: EPA
Newcastle United er sagt hafa boðið Ousmane Dembele, leikmanni Barcelona, öflugan samning en liðið freistar þess að fá hann á frjálsri sölu næsta sumar.

Dembele hefur enn ekki viljað skrifa undir nýjan samning við spænska stórliðið, þrátt fyrir komu Xavi til félagsins.

Xavi hefur trú á því að Dembele verði einn besti sóknarmaður í heimi og er félagið talið hafa boðið honum góðan samning. Hann á þrátt fyrir það enn eftir að skrifa undir og nú hefur Newcastle látið til skara skríða.

Dembele hefur lengi verið orðaður við Manchester United og félagið vill fá hann næsta sumar. Newcastle hefur hins vegar bæst í slaginn og sagt er að félagið hafi boðið honum 15 milljónir evra í árslaun og 15 milljónir evra fyrir það eitt að skrifa undir.

Eftir 34 daga getur Dembele formlega hafið viðræður við önnur félög og verður áhugavert að sjá hvað Dembele gerir.
Athugasemdir
banner
banner