Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mán 27. nóvember 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Besta hjólhestaspyrnumark í sögu fótboltans“
Garnacho skoraði stórfenglegt mark.
Garnacho skoraði stórfenglegt mark.
Mynd: Getty Images
Skiljanlega hafa verið rosaleg viðbrögð við hjólhestaspyrnumarki Alejandro Garnacho leikmanns Manchester United gegn Everton. Sparkspekingurinn Chris Sutton sparar ekkert í lýsingu á markinu.

Hann segir að þetta hafi verið besta hjólhestaspyrna í sögu fótboltans.

„Þegar kemur að tækni og framkvæmd er ekki hægt að slá þessu marki við,“ segir Sutton.

„Þetta var betra en mark Dimitar Berbatov gegn Liverpool. Betra en Andy Carroll gegn Crystal Palace. Betra en Emre Can gegn Watford. Betra en Cristiano Ronaldo gegn Juventus. Betra en Gareth Bale gegn Liverpool. Betra en Wayne Rooney í Manchester slagnum," segir Sutton.

Einn lesandi BBC segir að í umræðunni um hjólhestaspyrnumörk sé mark Eiðs Smára fyrir Leeds gegn Chelsea að gleymast.

„Ég reyndi hjólhestaspyrnu á mínum ferli. En ég lærði á takmarkanir mínar, það fór mér betur að skalla boltann en þykjast vera einhver listamaður," segir Sutton.

„Þetta er ekki eitthvað sem þú æfir á æfingasvæðinu, þetta gerist bara í augnablikinu. Garnacho hlýtur að vera með sjálfstraust í hæstu hæðum fyrst hann reynir þetta. Garnacho getur þegar búið til pláss í skápnum sínum, verðlaunin fyrir mark tímabilsins eru að fara til hans í maí."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 25 17 5 3 58 26 +32 56
3 Arsenal 25 17 4 4 58 22 +36 55
4 Aston Villa 25 15 4 6 52 33 +19 49
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 25 14 2 9 35 34 +1 44
7 Brighton 25 10 8 7 48 40 +8 38
8 Newcastle 25 11 4 10 53 41 +12 37
9 West Ham 25 10 6 9 36 44 -8 36
10 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
11 Wolves 25 10 5 10 39 40 -1 35
12 Fulham 25 8 5 12 34 41 -7 29
13 Bournemouth 24 7 7 10 33 46 -13 28
14 Brentford 25 7 4 14 35 44 -9 25
15 Crystal Palace 25 6 7 12 28 44 -16 25
16 Nott. Forest 25 6 6 13 32 44 -12 24
17 Everton 25 8 6 11 27 33 -6 20
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 25 3 4 18 25 55 -30 13
20 Sheffield Utd 25 3 4 18 22 65 -43 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner