Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mán 27. nóvember 2023 18:27
Brynjar Ingi Erluson
„Dembele er áhrifamesti leikmaður heims“
Ousmane Dembele
Ousmane Dembele
Mynd: PSG
Ousmane Dembele skoraði sitt fyrsta mark fyrir Paris Saint-Germain í 5-2 sigri liðsins á Mónakó um helgina, en þjálfari Frakkans segir hann áhrifamesta leikmann heims.

Franski landsliðsmaðurinn kom til PSG frá Barcelona í sumarglugganum og komið alls að sex mörk í deildinni.

Markið hans um helgina var einkar glæsilegt og það fyrsta fyrir félagið, en Luis Enrique, þjálfari PSG, hefur engar áhyggjur af markaleysi leikmannsins — enda bætir hann það upp með öðrum eiginleikum.

„Ég hef þekkt Dembele síðan ég var hjá Barcelona. Ég vildi fá hann þegar hann var á mála hjá Rennes, en hann vildi ekki fara til Barcelona á þeim tíma því það var of mikil samkeppni um stöður. Ég hef þekkt hann í mörg ár og það er mín skoðun að hann er ólíkur öllum öðrum fótboltamönnum. Ég þekki hann einnig persónulega og það sem ég veit er að honum er sama ef hann gerir mistök eða sé gagnrýndur. Það er stórt tækifæri fyrir mig að fá að þjálfa hann.“

„Hann er ekki sami leikmaður og hann var hjá Barcelona, því við viljum bæði að hann spili á kantinum og aðeins innar svo hann geti skapað. Frá því hann kom hefur fólk verið með einhverja þráhyggju fyrir því hvort hann skori eða ekki, en hann opnar 2-3 möguleika fyrir leikmenn þegar hann er með boltann út af eiginleika hans að ráðast í svæðin. Ég er í engum efa um það að hann sé áhrifamesti fótboltamaður heims,“
sagði Enrique.
Athugasemdir
banner
banner
banner