Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 24. desember 2025 12:50
Kári Snorrason
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Kristall var valinn í úrvalslið mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði.
Kristall var valinn í úrvalslið mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„„Ég hef ekkert reynt að komast að því hvaðan þessi áhugi er að koma, það getur strítt aðeins hausnum á manni.“
„„Ég hef ekkert reynt að komast að því hvaðan þessi áhugi er að koma, það getur strítt aðeins hausnum á manni.“
Mynd: Sønderjyske
Kristall gekk til liðs við SönderjyskE árið 2023.
Kristall gekk til liðs við SönderjyskE árið 2023.
Mynd: Sönderjyske
Kristall Máni Ingason, leikmaður SönderjyskE, hefur byrjað tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni afbragðsvel og er hann einn mikilvægasti maður liðsins.

SönderjyskE er í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og hefur hefur skorað sjö mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sextán leikjum í deild- og bikar.

Hann er nú staddur á Íslandi í fríi og Fótbolti.net ræddi við hann í gærdag.

Kúltúrbreytingar hjá SönderjyskE
„Það er fínt að komast í frí. Þetta eru búnir að vera heldur betur skemmtilegir fyrstu mánuðir á mótinu. En erfiðir líka þar sem það er búið að taka gjörsamlega til í kúltúrnum þarna úti: Æfingarnar og síðan fengum við nýjan styrktarþjálfara, alveg búið að taka liðið í gegn. Það er fínt að fá smá frí, en ég er sáttur.“

Kristall segir kúltúrbreytingarnar hafa haft jákvæð áhrif á sig, en hann hefur verið að glíma við brjósklos.

„Já, algjörlega. Ég var búinn að vera meiddur í um ár samtals. Ég var alltaf að koma inn og fara út, það náðist að stilla mig svolítið af. Það var ekki verið að þvinga mig á völlinn aftur. Við tókum tvo, þrjá góða mánuði í að koma mér í hrottastand og það er að skila sér eins og staðan er núna.

Ég finn ennþá frekar mikið til. Síðan er þetta með brjósklos, það er mismunandi hvernig þú vaknar. Ef ég er að gera of mikið þá vakna ég slæmur. Þetta er allaveganna töluvert betra en þetta var.“


Kristall er markahæsti leikmaður SonderjyskE, en hann hefur skorað sex mörk í dönsku Superligaen ásamt því að hafa lagt upp tvö mörk.

„Ég held að mér sé að ganga persónulega svona vel því að loksins er maður í nægilega góðu standi til að spila á fullum krafti í 60-90 mínútur. Ég hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekkert, þetta er spurning um hvernig fitness standið á manni er.“

Eftirsóttur biti
Kristall er farinn að vekja áhuga fjölda liða í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi, og er talið að það muni eitthvað gerast í hans málum á næstunni. Hann rennur út af samningi sumarið 2027.

„Ég hef ekkert reynt að komast að því hvaðan þessi áhugi er að koma. Það getur strítt aðeins hausnum á manni. Eins og þú sérð núna þá er ég í Fjölnisgallanum, maður er bara að hugsa um að æfa almennilega og vera klár að spila í janúar hvort sem það er í SönderjyskE eða annars staðar.“

„Eins og staðan er núna er maður ánægður þar sem maður er. En maður veit aldrei hvað gerist. Ég veit ekki hvort að það verði einhverjar breytingar í janúar, næsta sumar eða ég framlengi. Það verður bara að koma í ljós.“
Athugasemdir
banner