Samúel Már er samningsbundinn KR en hefur síðustu þrjú tímabilin verið að láni hjá KV. Hann mætti í yngri flokka KR árið 2012 en þá skipti hann yfir úr Fjarðabyggð.
Í sumar lék Samúel tuttugu leiki þegar KV vann 3. deildina. Alls hefur hann leikið 29 leiki í deild og bikar. Í dag sjáum við hina hliðina á Samúel.
Í sumar lék Samúel tuttugu leiki þegar KV vann 3. deildina. Alls hefur hann leikið 29 leiki í deild og bikar. Í dag sjáum við hina hliðina á Samúel.
Fullt nafn: Samúel Már Kristinsson
Gælunafn: Sammi eða Slam
Aldur: 20 ára
Hjúskaparstaða: Hún er flókin
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2017 með KR
Uppáhalds drykkur: Lime sódavatn
Uppáhalds matsölustaður: Grillmarkaðurinn
Hvernig bíl áttu: Pabbi sér um tankinn og Avis sér um bílinn
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ameríski Draumurinn
Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi
Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football
Fyndnasti Íslendingurinn: Karl Már Einarsson
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaberjaís með mars, oreo og daim
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Þín bíða ný gögn á Heilsuveru
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Valur
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Óttar Magnús
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Sigurvin Ólafsson
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ægir Jarl
Sætasti sigurinn:
Mestu vonbrigðin: Lenti í þriðja sæti í boccia á landsmóti UMFÍ
Uppáhalds lið í enska: Arsenal
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Stefán Árni Geirsson (í KV)
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Birgir Steinn Styrmisson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Gunnar Helgi Steindórsson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Erfitt val margar koma til greina
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kristinn Daníel Kristinsson
Uppáhalds staður á Íslandi: Súðavík
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég fékk rautt spjald fyrir að segja foreldri leikmanns úr hinu liðinu til syndanna.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Spila alltaf í Calvin Klein nærbuxum
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist mikið með Dominos deildinni í körfu
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Superfly
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku
Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég sagði við Óskar Örn að hann gæti ekki verið seinn í reit þótt hann væri kóngurinn í æfingaferð í Flórida sem hluti af nýliðavígslunni minni.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Grétar Sigfinn Sigurðarson, Alex Frey Hilmarsson og Odd Inga Bjarnason
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef misst bílprófið
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Einar Már Þórisson hefur komið mér mest á óvart því ég bjóst ekki við því að við myndum ná svona vel saman
Hverju laugstu síðast: Spurningunni um bragðarefinn
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup eru alltaf jafn þreytt
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Kendall Jenner hvort hún væri til í að fara á deit
Athugasemdir