Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. febrúar 2021 06:00
Aksentije Milisic
Yrði stærsta afrek í sögu West Ham að ná topp fjórum
Mynd: Getty Images
Joe Cole, fyrrverandi leikmaður West Ham United, segir að það yrði stærsta afrek í sögu félagsins, ef það nær að enda í topp fjórum á þessari leiktíð og tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Hamrarnir stóðu sig vel í gær gegn Manchester City, en City hefur verið óstöðvandi og unnið nú tuttugu leik í röð. Með smá heppni hefði West Ham geta náð í stig úr leiknum sem lauk með 2-1 sigri City.

Chelsea mætir Manchester United í dag á Brúnni og ef heimamenn sigra þann leik, þá dettur West Ham úr fjórða sætinu, í bili.

„Ef liðið nær topp fjórum á þessari leiktíð, verður það stærsta afrek í sögu félagsins," sagði Cole.

„Ef liðið heldur svona áfram, að berjast ofarlega á töflunni, þá getur það sótt stóra leikmenn. Hver vill ekki búa í London og spila hjá frábæru félagi sem berst á toppnum?"

„Þetta eru spennandi tímar. Mikið væri ég til í að sjá Barcelona eða AC Milan koma á London leikvanginn, aðdáendur liðsins ættu það skilið," sagði jákvæður Joe Cole.
Athugasemdir
banner
banner
banner