Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. apríl 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá þjálfara í 2. deildinni: 8. sæti
KF
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Oumar DIouck
Oumar DIouck
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Af Ólafsfjarðarvelli
Af Ólafsfjarðarvelli
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hrannar Snær Magnússon
Hrannar Snær Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. KF 52 stig
9. Kári 39 stig
10. Reynir S. 36 stig
11. Fjarðabyggð 35 stig
12. Völsungur 33 stig

Lokastaða í fyrra: KF endaði í 6. sæti í fyrra eftir að hafa verið spáð neðsta sætinu í spánni fyrir mót. KF endaði með 26 stig og endaði tíu stigum fyrir ofan Víði sem féll. Heimavöllurinn sem venjulega er mikið vígi var ekki nægilega öflugur og liðið var með 9. besta árangurinn á heimavelli. Liðið náði í jafnmörg stig heima og á útivelli. KF skoraði 33 mörk og fékk á sig 39 mörk í leikjum í fyrra og því ríflega þrjú og hálft mark skorað í leikjum liðsins.

Þjálfarinn: Slobodan Milicic, Míló, tók við KF eftir tímabilið 2016. Míló stýrði KA í 1. deild árið 2006 en var rekinn snemma tímabili síðar. Árið 2008 BÍ/Bolungarvík upp í 2. deild en þurfti í kjölfarið að hætta vegna veikinda. Hann var svo yngri flokka þjálfari hjá KA áður en hann tók við KF. Árið 2019 endaði KF í 2. sæti 3. deildar og í fyrra komu þeir vel á óvart og var KF aldrei í neinni fallbaráttu.

Álit Ástríðunnar:
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan er leiðandi í umfjöllun um 2. deild. Þáttarstjórnendur gefa sitt álit á liðunum fyrir mót.

„Ástríðan segir – KF
KF var spútnikliðið í 2. deild í fyrra. Þeir komu upp sem nýliðar og spáð neðsta sætinu en sigldu lignan sjó og enduðu með 26 stig í 6. sæti. Þeir halda svipuðum hópi og halda Slobodan Milisic, þjálfara, sem hefur unnið magnað starf fyrir norðan."


Styrkleikar: „Samstaða, liðsheild og stór heimamannakjarni er helsti styrkleiki KF. Milisic þjálfari hefur náð að skapa frábæra „deyja fyrir klúbbinn“ menningu sem leikmenn fylgja allir sem einn."

„Oumar Diouck var einn af betri mönnum deildarinnar í fyrra og Sasha Wilson var öflugur upp á topp. Þessir tveir ásamt Ljubomir Delic verða áfram hjá KF og styðja vel undir núverandi kjarna. Einnig er mikið og gott samstarf við KA og Þór þar sem margir leikmenn hafa komið til KF í vetur og ættu að spila mikið."


Veikleikar: „Heimavöllurinn var ekki eins góður 2020 eins og hann hefur oft verið. KF sótti jafn mörg stig heima og úti. Reikna má með því að þau þurfi að vera töluvert fleiri á heimavelli í ár ef KF ætlar sér að halda sama striki. Er second year syndrome alvöru? Ef svo er þá er það eitthvað sem KF þarf að passa sig á í ár."

Lykilmenn: Grétar Áki, Halldór Ingvar og Oumar Diouck.

Gaman að fylgjast með: Andi Andri Morina. Kemur til liðsins úr fallliði Vægja Júpíters í 3.deild. Var öflugur í fyrra og hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu með KF. Stæðilegur og kraftmikill leikmaður sem gaman verður að sjá í 2.deild

Komnir:
Alexander Örn Pétursson frá Þór
Andi Andri Morina frá Vængjum Júpíters
Aron Eli Kristjánsson frá KA
Atli Snær Stefánsson frá KA
Bjarki Baldursson frá Þór (var á láni í fyrra)
Bjarki Gíslason frá Þór
Cameron Botes frá Bandaríkjunum
Christopher Thor Oatman frá Gíbraltar (var hjá KF árið 2018)
Javon J. Sample frá Dalvík

Farnir:
Birkir Andrason – hættur ,
Sindri Léo Svavarsson í Samherja
Jakob Auðunsson – hættur
Jón Óskar Sigurðsson Í Magna (var á láni)
Óliver Jóhannsson í Uppsveitir

Fyrstu þrír leikir:
8. maí Kári úti
15. maí Reynir S. úti
22. maí Leiknir F. heima

Sjá einnig:
Hin hliðin - Halldór Mar Einarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner