Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 17:13
Elvar Geir Magnússon
Jóhann Kanfory í Leikni (Staðfest)
Lengjudeildin
Jóhann Kanfory Tjörvason.
Jóhann Kanfory Tjörvason.
Mynd: Leiknir
Leiknir í Breiðholti heldur áfram að bæta við leikmannahóp sinn en kantmaðurinn Jóhann Kanfory Tjörvason hefur gengið í raðir liðsins frá Víkingi Reykjavík. Hann er 18 ára gamall.

„Jóhann hefur gengið til liðs við okkur Leiknisfólk til tveggja ára frá Víking," segir á Instagram síðu Leiknis.

Jóhann Kanfory kom af bekknum hjá Víkingi í 4-0 sigrinum gegn KA í Bestu deildinni en það var hans annar leikur í efstu deild. Hann lék einnig í bikartapinu gegn ÍBV.

„Við viljum auka breiddina aðallega fram á við. Erum með góða breidd af miðjumönnum og varnarmönnum. Við þurfum að auka breiddina sóknarlega," sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, í viðtali eftir 1-0 tap gegn Keflavík í bikarnum fyrr í þessum mánuði. Með tilkomu Jóhanns hefur breiddin aukist hjá Breiðhyltingum.

Leikni er spáð níunda sæti Lengjudeildarinnar en liðið heimsækir Þrótt í fyrstu umferð deildarinnar á föstudagskvöld.





Athugasemdir
banner