Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tímabilið líklega búið hjá Rashford
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Marcus Rashford mun líklega ekki spila meira á þessu tímabili vegna meiðsla sem eru að hrjá hann.

Hann er að glíma við meiðsli aftan í læri en það er ekki útlit fyrir að hann þurfi að fara í aðgerð.

Aston Villa á fjóra leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og sá síðasti er gegn Manchester United þar sem Rashford má ekki spila vegna þess að hann er í láni frá United. Það er því afar líklegt að tímabilinu hans sé lokið.

Það er ekki útilokað að hann spili gegn Tottenham 18. maí, en þó eins og áður segir er það ólíklegt.

Villa getur keypt Rashford á 40 milljónir punda í sumar en það er óvíst á þessum tímapunkti hvort þeir nýti sér þann möguleika.
Athugasemdir
banner
banner