Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 13:17
Innkastið
Danijel Djuric sakaður um að svindla - „Pirrandi að ræða alltaf um stór dómaramistök“
Danijel Djuric fær að heyra það á samfélagsmiðlum.
Danijel Djuric fær að heyra það á samfélagsmiðlum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel er sakaður um svindl á samfélagsmiðlum.
Danijel er sakaður um svindl á samfélagsmiðlum.
Mynd: X
Sindri Kristinn var stálheppinn að fá ekki rautt.
Sindri Kristinn var stálheppinn að fá ekki rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið fjallað um vítaspyrnuna sem tryggði Víkingi sigur gegn ÍA á sunnudaginn. Danijel Djuric fór niður, Erlendur Eiríksson dómari dæmdi víti og gaf Marko Vardic leikmanni ÍA rautt.

„Þetta er ekki brot, það dettur enginn við þetta. Ég er búinn að horfa á þetta 20 sinnum. Ég sé ekki í hvaða heimi hann á að hrynja í jörðina með þessum tilþrifum," segir Baldvin Már Borgarsson í Innkastinu en Víkingur skoraði úr vítinu og vann 1-0.

Á samfélagsmiðlum er Danijel Djuric sakaður um svindl og leikaraskap en hann hefur fengið þann stimpil á sig að fara auðveldlega niður í teig andstæðingana.

Það vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlinum X þegar Besta deildin birti myndband af atvikinu, sem hægt er að sjá hér.

„Það er löngu komimn tími á að taka á atferli leikmanns 19 í liði Víkinga. Frábær leikmaður sem einfaldlega notar allar snertingar til að svindla á andstæðingum sínum!" skrifaði Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Þrótti, sem er meðal þeirra sem tjáir sig á X.

Gunni Nella, KA-maðurinn kunni, skrifaði: „Þetta endalausa svindl þessa drengs er óþolandi!"

Svíður mest fyrir deildina
Í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær voru sýnd atvik þar sem dómaraákvarðanir hafa fallið með Víkingi á tímabilinu og í Innkastinu og fleiri hlaðvarpsþáttum hefur þetta einnig verið til umræðu.

„Það eru allir að grafa upp atvik núna þar sem Víkingur hefur fengið stór atriði með sér í lið. Hvað veldur? Af hverju falla stóru atriðin alltaf með Víkingi?" segir Baldvin.

„Það svíður mest fyrir deildina að Víkingur sé að fá þetta. Þeir eru að mínu mati besta lið deildarinnar og þeir eiga ekki að þurfa að fá aðstoð. Þeir eru meira en nógu góðir til að gera þetta bara sjálfir," segir Örn Þór Karlsson í Innkastinu.

Í hverri einustu umferð
Í Innkastinu var einnig rætt um þau mistök sem gerð voru í leik Vals og FH þar sem Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH átti að fá rauða spjaldið snemma leiks en slapp.

„Það er pirrandi þátt eftir þátt að vera að ræða svona stór dómaramistök eftir hverja einustu umferð," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu en mikið magn af dómaramistökum hafa átt sér stað í Bestu deildinni það sem af er.
Innkastið - Baulað í Vesturbæ og Hrafninn í stúkunni
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner