Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   lau 25. maí 2024 22:04
Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki þegar markvörðurinn ver fyrir utan teig," sagði Birkir Már Sævarsson varnarmaður Vals eftir 2 - 2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

„Ef allir sem hafa séð atvikið segja það sama þá finnst mér það mjög súrt," bætti hann við.

Atvikið sem Birkir Már vísar í var á 15. mínútur leiksins þegar hann var kominn einn gegn Sindra Kristni Ólafssyni markverði sem kom út á móti honum og varði með hendi, líklega fyrir utan teiginn. Þannig brot verðskuldar almennt aukaspyrnu og rautt spjald á markmenn.

„Þeir eiga að fá rautt. Mér fannst hann verja fyrir utan teig og það er búið að segja mér að hann hafi verið fyrir utan. Ég veit ekkert um það en trúi Óla Jó vini mínum uppi í boxi og þeim inni í klefa. Þá hefðum við unnið leikinn nokkuð þægilega svo það er þungt að þeir klikki á risa augnabliki í leiknum."

Valur komst í 2 - 1 áður en þeir misstu forystuna niður í jafntefli seint í leiknum.

„Mér líður eins og við höfum tapað leiknum. Þegar við erum komnir í 2-1 á heimavelli með svona gott lið eigum við ekki að missa það niður."
Athugasemdir
banner
banner