Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 25. maí 2024 22:04
Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki þegar markvörðurinn ver fyrir utan teig," sagði Birkir Már Sævarsson varnarmaður Vals eftir 2 - 2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

„Ef allir sem hafa séð atvikið segja það sama þá finnst mér það mjög súrt," bætti hann við.

Atvikið sem Birkir Már vísar í var á 15. mínútur leiksins þegar hann var kominn einn gegn Sindra Kristni Ólafssyni markverði sem kom út á móti honum og varði með hendi, líklega fyrir utan teiginn. Þannig brot verðskuldar almennt aukaspyrnu og rautt spjald á markmenn.

„Þeir eiga að fá rautt. Mér fannst hann verja fyrir utan teig og það er búið að segja mér að hann hafi verið fyrir utan. Ég veit ekkert um það en trúi Óla Jó vini mínum uppi í boxi og þeim inni í klefa. Þá hefðum við unnið leikinn nokkuð þægilega svo það er þungt að þeir klikki á risa augnabliki í leiknum."

Valur komst í 2 - 1 áður en þeir misstu forystuna niður í jafntefli seint í leiknum.

„Mér líður eins og við höfum tapað leiknum. Þegar við erum komnir í 2-1 á heimavelli með svona gott lið eigum við ekki að missa það niður."
Athugasemdir
banner
banner