Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   lau 25. maí 2024 19:24
Sævar Þór Sveinsson
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst allt annað lið koma út í seinni hálfleikinn og heilt yfir bara pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 2-2 jafntefli gegn KR í 8. umferð Bestu deildar karla í dag.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Vestri

KR var með þægilega 2-0 forystu um miðbik seinni hálfleiks. Síðan skoraði Tufegdzic úr vítaspyrnu og nokkrum mínútum síðar var Pétur Bjarnason búinn að jafna metin fyrir Vestra.

Að skora mark hjálpar alltaf og við áttum bara verðskuldað víti. Klaufalegt brot hjá markmanni KR en eins og ég segi þá breyta mörk leikjum og það gerði það í dag.

Davíð Smári talaði einnig um þau miklu ferðalög sem liðið hefur þurft að fara í samanborið við önnur lið í deildinni.

Við erum búnir að ferðast einhverja 30 þúsund kílómetra síðan í janúar og það er ekki auðvelt. Ég held að það sjái það allir að það er ekki auðvelt fyrir liðið okkar.

Að geta komið hérna í seinni hálfleik á móti liðinu sem allir eru að tala um að sé í sínu besta standi og ná að sprengja þá soldið hérna í seinni hálfleik. Ég held að það sýni bara ofboðslega mikinn vilja og kraft og þor. Þannig ég er bara gríðarlega sáttur með það.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en beðist er afsökunar á vindhljóðunum sem heyrast við og við í myndbandinu.


Athugasemdir
banner