PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
   lau 25. maí 2024 19:24
Sævar Þór Sveinsson
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst allt annað lið koma út í seinni hálfleikinn og heilt yfir bara pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 2-2 jafntefli gegn KR í 8. umferð Bestu deildar karla í dag.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Vestri

KR var með þægilega 2-0 forystu um miðbik seinni hálfleiks. Síðan skoraði Tufegdzic úr vítaspyrnu og nokkrum mínútum síðar var Pétur Bjarnason búinn að jafna metin fyrir Vestra.

Að skora mark hjálpar alltaf og við áttum bara verðskuldað víti. Klaufalegt brot hjá markmanni KR en eins og ég segi þá breyta mörk leikjum og það gerði það í dag.

Davíð Smári talaði einnig um þau miklu ferðalög sem liðið hefur þurft að fara í samanborið við önnur lið í deildinni.

Við erum búnir að ferðast einhverja 30 þúsund kílómetra síðan í janúar og það er ekki auðvelt. Ég held að það sjái það allir að það er ekki auðvelt fyrir liðið okkar.

Að geta komið hérna í seinni hálfleik á móti liðinu sem allir eru að tala um að sé í sínu besta standi og ná að sprengja þá soldið hérna í seinni hálfleik. Ég held að það sýni bara ofboðslega mikinn vilja og kraft og þor. Þannig ég er bara gríðarlega sáttur með það.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en beðist er afsökunar á vindhljóðunum sem heyrast við og við í myndbandinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner