Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 25. maí 2024 19:24
Sævar Þór Sveinsson
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst allt annað lið koma út í seinni hálfleikinn og heilt yfir bara pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 2-2 jafntefli gegn KR í 8. umferð Bestu deildar karla í dag.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Vestri

KR var með þægilega 2-0 forystu um miðbik seinni hálfleiks. Síðan skoraði Tufegdzic úr vítaspyrnu og nokkrum mínútum síðar var Pétur Bjarnason búinn að jafna metin fyrir Vestra.

Að skora mark hjálpar alltaf og við áttum bara verðskuldað víti. Klaufalegt brot hjá markmanni KR en eins og ég segi þá breyta mörk leikjum og það gerði það í dag.

Davíð Smári talaði einnig um þau miklu ferðalög sem liðið hefur þurft að fara í samanborið við önnur lið í deildinni.

Við erum búnir að ferðast einhverja 30 þúsund kílómetra síðan í janúar og það er ekki auðvelt. Ég held að það sjái það allir að það er ekki auðvelt fyrir liðið okkar.

Að geta komið hérna í seinni hálfleik á móti liðinu sem allir eru að tala um að sé í sínu besta standi og ná að sprengja þá soldið hérna í seinni hálfleik. Ég held að það sýni bara ofboðslega mikinn vilja og kraft og þor. Þannig ég er bara gríðarlega sáttur með það.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en beðist er afsökunar á vindhljóðunum sem heyrast við og við í myndbandinu.


Athugasemdir