Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 28. júní 2021 17:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn bætti met Wind og framlengdi samninginn í kjölfarið
Orri Steinn
Orri Steinn
Mynd: FC Kaupmannahöfn
Orri Steinn Óskarsson bætti á dögunum met með U17 ára liði FC Kaupmannahafnar þegar hann skoraði 29 mörk í sautján leikjum. Hann skoraði auk þess tíu mörk í tólf leikjum með U19 ára liði félagsins. U17 ára liðið varð danskur meistari.

Orri skrifaði svo í kjölfarð undir nýjan samning við félagið og gildir sá samningur til sumarsins 2024.

Orri verður sautján ára í ágúst. Hann gekk í raðir FCK frá Gróttu eftir tímabilið 2019. Hann á að baki fimmtán leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað tíu mörk í leikjunum.

Jonas Wind átti markametið í U17 deildinni áður en Orri sló það. Jonas er 22 ára framherji FCK og er í danska hópnum sem kominn er í 8-liða úrslit EM.

Hér að neðan má sjá viðtal við Orra sem birt var á heimasíðu félagsins.

Sjá einnig:
Orri Steinn skoraði og móðir hans lýsti því fyrir föður hans


Athugasemdir
banner
banner
banner