þri 28. júní 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Abdou Diallo gæti yfirgefið PSG í sumar
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Abdou Diallo gæti yfirgefið Paris Saint-Germain í sumar. Hann segir mörg félög vera áhugasöm en nefnir einungis AC Milan sem sýndi honum einnig áhuga í janúar.


Diallo er 26 ára miðvörður sem fékk aðeins að spila 16 leiki á síðustu leiktíð. Hann hóf ferilinn hjá Mónakó en skipti svo yfir til Mainz og var keyptur til Borussia Dortmund fyrir 28 milljónir evra sumarið 2018.

Eftir eitt ár hjá Dortmund keypti PSG varnarmanninn fyrir 32 milljónir og hefur hann spilað 75 leiki á þremur árum.

Hann á tvö ár eftir af samningnum við PSG og mun taka ákvörðun varðandi framtíðina á næstu dögum, eftir að hann ræðir við Christophe Galtier sem tekur við PSG í vikunni.

Paolo Maldini hefur miklar mætur á Diallo sem er landsliðsmaður Senegal en var lykilmaður í yngri landsliðum Frakka þar sem hann spilaði 61 landsleik. Hann fékk ekki tækifæri með A-landsliðinu og skipti því til Senegal í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner