Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 28. júní 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Gauti spáir í 13. umferð Bestu
Íslenski Hulk.
Íslenski Hulk.
Mynd: Raggi Óla
Strumpanammi segiru?
Strumpanammi segiru?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonarstjarna Mosfellsbæjar.
Vonarstjarna Mosfellsbæjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrettánda umferð Bestu deildar karla hófst fyrir mánuði síðan með 1-0 sigri Breiðabliks gegn Val, en nú er komið að því að klára umferðina og fara síðustu fimm leikir umferðarinnar fram í dag og á morgun.

Júlíus Magnússon spáði í 12. umferðina og var með fimm leiki rétta. Eina sem hann sá ekki fyrir var mark frá Fylki í Keflavík og var hann með hárrétt úrslit í Vestmannaeyjum.

Nú er komið að markahæsta leikmanni Lengjudeildarinnar að spá í leikina. Hann spáir einnig í leik Breiðabliks og Budocnost í forkeppni Meistaradeildarinnar. Arnór Gauti Ragnarsson er leikmaður Aftureldingar og svona spáir hann leikjunum:

ÍBV 2 - 1 KA (í dag 17:00)
Bæði lið búin að ströggla í byrjun tímabils, both teams to score væri fínt bet en Eyjamennirnir munu nota skyndisóknirnar vel í leiknum.

KR 3 - 0 Keflavík (í kvöld 19:15)
KR gerir óvænta breytingu og hendir sjókokknum honum Aroni Snæ í rammann og þeir halda í hreint lak. Ægir Jarl hendir í fullkomna þrennu og fagnar því með strumpanammi eftir leik.

Fram 3 - 3 HK (í kvöld 19:15)
Verður skemmtilegur leikur, Mosfellingurinn Eyþór PBT Wöhler verður á eldi í þessum leik en masterklass frá Ragga Sig nær í punkt á heimavelli.

Fylkir 1 - 4 Víkingur (á morgun 19:15)
Víkingur búið að vera besta lið mótsins hingað til og heldur áfram að sýna það. Biddi Bolti heldur því áfram að rassamæla deildina og setur 2 og leggur upp 2. Valgeir Árni kemur svo inná í lok leiks og treður inn einu.

Stjarnan 1 - 2 FH (á morgun 19:15)
Kjartan Kári og Úlfurinn eru búnir að vera heitir í síðustu leikjum og það stoppar ekki hér.

Breiðablik 7 - 0 Budocnost
(Næst)Síðasti leikur Stefáns Inga á Íslandi vonandi í langan tíma. Hann mun kveðja klakann á þrennu, besti leikmaður deildarinnar Gísli setur svo eitt Robben mark, Krulli Gull setur svo eitt uppí bláhornið úr víti og svo fær vonastjarna Mosfellsbæjar, Jason Daði sonur Svanna fasteignarsala, sínar 20 mín og nær að pota inn 2 mörkum.

Fyrri spámenn:
Júlli Magg (5 réttir)
Gaupi (4 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)
Innkastið - Valur eini keppinautur Víkings um titilinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner