Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 01. júní 2023 10:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bragi Karl spáir í 10. umferð Bestu
Bragi Karl fagnar marki með ÍR.
Bragi Karl fagnar marki með ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Sveinn Gísli á skotskónum?
Verður Sveinn Gísli á skotskónum?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Máni Austmann Hilmarsson, leikmaður Fjölnis, var með þrjá rétta þegar hann spáði í níundu umferð Bestu deildar karla.

Bragi Karl Bjarkason, sem er langmarkahæstur í 2. deild, ætlar að reyna að gera betur en það en hann spáir í tíundu umferðina sem fer af stað í kvöld.

Sjá einnig:
Sagður vera Haaland 2. deildar - „Allt smollið hjá mér núna"

ÍBV 1 - 1 HK (18:00 í kvöld)
Þetta er mjög mikill 1-1 leikur, verður mjög lokaður. Oliver Heiðars nær síðan að ógna með hraða sínum og krafti og setur eitt. Eyþór Wöhler heldur áfram trampólín æfingum og jafnar þetta með einum hjólhest.

Fylkir 1 - 2 KR (19:15 í kvöld)
KR er að vakna og nær að kreista út sigur á síðustu mínútu. Kennie Chopart og Kiddi Jóns setja óvænt sitthvora sleggjuna fyrir KR. Fylkir nær að setja eitt en það bara dugar ekki að þessu sinni.

Stjarnan 1 - 3 KA (18:00 á morgun)
KA menn verða einfaldlega betri í þessum leik. Gummi Elite kemur Stjörnunni yfir enda er hann kóngurinn og búinn að halda mér í standi í allan vetur. Síðan verður Hallgrímur Mar með tvær stoðsendingar og setur síðan eitt úr víti.

Valur 2 - 1 FH (19:15 á morgun)
Árni coach verður ekki ánægður með mig að spá FH-ingum tapi en ég verð bara að lifa með því. Tryggvi Hrafn er á eldi núna og setur bæði. Jói coach verður vonandi ánægður ef ég segi að Davíð Snær klóri í bakkann í lokin.

Breiðablik 3 - 2 Víkingur R. (19:15 á morgun)
Blikarnir ná að halda smá spennu í þessu Íslandsmóti og taka Víkinga. Ætli Stefán Ingi setji ekki þrennu? Síðan mun þykkasti knattspyrnumaður á Íslandi Sveinn Gísli (Gilli) koma inn af bekknum og setja bæði fyrir Vikes. Þau verða sennilega bæði skallamörk af þriðju hæð.

Fram 3 - 3 Keflavík (19:15 á morgun)
Þetta verður rosalegur markaleikur. Það verður spilaður samba bolti hjá Fram og Fred setur þrennu. Sindri Snær svarar í sömu mynt og setur óvænta þrennu fyrir Kef. Hann má svo fara drífa sig að koma heim í Breiðholtið.

Fyrri spámenn:
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner