Bragi Karl Bjarkason, markahæsti leikmaður 2. deildar karla, var með engan réttan þegar hann spáði í tíundu umferð Bestu deildar karla.
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ætlar nú að gera betur en það en hann spáir í elleftu umferðina sem hefst í dag. Gaupi er einhver ástælasti íþróttafréttamaður þjóðarinnar en hann las íþróttafréttir í síðasta skipti á Stöð 2 í lok síðasta mánaðar.
Eina.
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ætlar nú að gera betur en það en hann spáir í elleftu umferðina sem hefst í dag. Gaupi er einhver ástælasti íþróttafréttamaður þjóðarinnar en hann las íþróttafréttir í síðasta skipti á Stöð 2 í lok síðasta mánaðar.
Eina.
KA 1 - 0 Fylkir (14:00 í dag)
Fylkismenn hafa komið mér á óvart. Rúnar Páll hefur gert frábæra hluti með þetta Fylkislið en menn spáðu þeim ekki góðu gengi. KA hefur ollið vonbrigðum en ég held nú samt að þeir nái að hafa sigur í þessum leik. Þeir misstu mikið frá síðustu leiktíð og hafa ekki ná sama dampi. KA ætlaði sér stærri hluti í sumar en þeir hafa sigur á Fylkismönnum.
KR 1 - 0 ÍBV (14:00 í dag)
Þetta er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa verið í basli en mér fannst þeir byrja ágætlega og þeir litu prýðilega út. KR-ingarnir hafa svolítið verið að ná vopnum sínum, en þeir komust í undanúrslit í bikarnum. Þetta er leikur sem KR þarf að vinna ef þeir ætla að blanda sér í hóp sex efstu liða í deildinni. Vinni þeir ekki þennan leik, þá verður KR í neðri hluta deildarinnar það sem eftir lifir sumars. Kristján Flóki mun hjálpa þeim og ég spái því að hann skori.
FH 1 - 2 Breiðablik (15:00 í dag)
Ég held að Breiðablik muni hafa sigur í þessum leik. Hann verður reyndar ekkert mjög þægilegur fyrir þá því FH-ingar hafa spilað betur en menn reiknuðu með. En mér finnst Breiðabliksliðið gríðarlega öflugt og það er alveg sama hvert er litið. Stefán Ingi er sjóðandi heitur og hann mun örugglega setja mark í Krikanum.
HK 0 - 2 Valur (17:00 á morgun)
HK-menn hafa heillaði mig og stigasöfnun þeirra hefur verið framar vonum. Það hefðu ekki margir reiknað með því að þeir yrðu í þeirri stöðu sem þeir eru í núna í upphafi móts. En Valsmenn eru með svakalegt lið sem er smátt og smátt að tikka. Auðvitað skiptir máli að Aron Jóhannsson sé í sínu besta standi. Ég myndi veðja á það að Valur vinni nokkuð öruggan sigur á HK í Kórnum í Kópavogi, innandyra.
Víkingur R. 3 - 0 Fram (19:15 á morgun)
Þetta er öruggur Víkings sigur. Víkingar hafa verið með besta liðið í sumar og það er hvergi veikan hlekk að finna. Nikolaj Hansen hefur verið sjóðandi heitur og Færeyingurinn, Gunnar Vatnhamar, það vatnar nú ekki mikið undan honum... frábær félagaskipti og bestu kaup sumarsins. Hann hefur verið gríðarlegur styrkur fyrir Víkinga og það er nánast útilokað að það gerist eitthvað annað en að Víkingur vinni þægilegan sigur á heimavelli hamingjunnar. Þeir fara hamingjusamir heim eftir 3-0 sigur.
Keflavík 1 - 1 Stjarnan (19:15 á morgun)
Þetta er snúinn leikur. Bæði lið eru í basli. Keflvíkingar eru að mínu viti með slakasta liðið í deildinni til þessa. Þeir þurfa að vinna heimasigur ef þeir ætla ekki að lenda í bullandi basli í sumar. Stjarnan hefur ollið miklum vonbrigðum. Þeir eru með mikið af ungum strákum sem hafa verið að stíga upp og gert fína hluti. Nái ekki Stjarnan stigi eða sigri í Keflavík, þá held ég að þetta verði bullandi basl hjá Stjörnunni í allt sumar. Ég ætla að setja jafntefli á þennan leik.
Fyrri spámenn:
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir