Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 28. júní 2024 12:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonar að ný orka hafi góð áhrif - „Ég ákvað að taka ábyrgð"
Tók við Stjörnunni eftir tímabilið 2018.
Tók við Stjörnunni eftir tímabilið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan leiddi gegn Víkingi en tapaði á endanum leiknum.
Stjarnan leiddi gegn Víkingi en tapaði á endanum leiknum.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Kalli er tekinn við.
Kalli er tekinn við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tilkynnti í gær að Kristján Guðmundsson hefði ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks kvenna og í hans stað er kominn Jóhannes Karl Sigursteinsson - Kalli.

Stjarnan er í 8. sæti Bestu deildarinnar, með níu stig eftir tíu leiki. Síðasti leikur Kristjáns með liðið var gegn Víkingi á miðvikudag, leikur sem Stjarnan leiddi í hálfleik en missti niður á þriggja mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks. Var það fjórða tap Stjörnunnar í röð.

Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir fyrir Stjörnuna, liðið tekur á móti Keflavík, sem er í 9. sæti, á þriðjudag og fer svo á Sauðárkrók um aðra helgi og mætir þar Tindastóli sem er í 7. sæti. Fótbolti.net ræddi við Kristján í dag.

„Auðvitað hafa úrslitin ekki verið góð undanfarið. Ég hugsaði að það væru tveir möguleikar; annað hvort að breyta mannskapnum - en það er náttúrulega ekki hægt því glugginn er ekki opinn og tveir mikilvægir leikir í næstu viku - eða skipta um orku. Það er yfirleitt í kringum þjálfarann. Ég ákvað að taka þá ákvörðun, skipta um orku og vonandi eflir það hópinn. Ég er viss um að það geti gert það, ég vona að liðið nái að taka stig í næstu viku og svo opnast glugginn eftir það, þá er hægt að styrkja hópinn eitthvað," sagði Kristján.

Lélegar með boltann og varnarleikurinn ekki nógu góðar
Er eitthvað sem útskýrir slæmt gengi til þessa?

„Við höfum verið að spila á móti sterkum liðum, sem eru í efri hlutanum. Ég hef sagt í viðtölum að við höfum ekki verið nógu góðar með boltann, ekki náð að halda honum nógu vel innan liðsins og vera með gott skipulag þegar við erum með boltann. Við höfum aðeins unnið í varnarleiknum, en liðið er ennþá að fá á sig alltof mörg mörk."

Tekur ábyrgð á genginu
Stjarnan hefur fengið 27 mörk á sig í tíu leikjum sem er það mesta í deildinni.

„Núna er rúmlega hálft mót eftir. Ég hef fulla trú á því að þær geti snúið þessu við og klárað mótið ágætlega."

„Það kemur núna ný orka inn, ný sýn, það er allavega tilgangurinn með þessu. Kalli er búinn að sjá alla leikina með okkur, hefur skoðun á öllum leikmönnum og þekkir þær út og inn, það verður ekki vandamál. Ég ákvað að taka ábyrgð á þessu gengi, það er ástæðan fyrir því að ég segi upp. Ég tek ábyrgð á genginu og ætlast til þess að sú orka sem kemur inn núna við skiptin fleyti niður í liðið og gefi því aðeins meiri orku. Ég hef trú á því að það gerist."

„Svo heiti ég á félagið að styrkja aðeins hópinn seinni hlutann."


Verður áfram í fótbolta
Hvað tekur við hjá þér?

„Ég verð áfram í fótbolta, hvar, hvernig og hvenær veit ég ekki alveg. Möguleikar opnast yfirleitt á tímum þar sem þú býst minnst við því. Ég veit að konan mín vill draga mig í frí, þannig þetta verða átök ef einhver hringir," sagði Kristján léttur að lokum.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner