Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   sun 28. júlí 2019 19:16
Sverrir Örn Einarsson
Túfa: Næst á móti nýjum meisturum KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík vann sinn fyrsta sigur síðan í lok maí í Pepsi Max-deildinni þegar liðið lagði lánlaust lið ÍBV 2-1 á Mustadvellinum í Grindavík í dag. Eyjamenn komust yfir snemma leiks og leiddu þegar flautað var til hálfleiks. Grindavík kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik og hafði þegar yfir lauk skorað tvö mörk og tryggt sér sigur

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 ÍBV

„Ég er sammála því en mér fannst við samt byrja leikinn vel fram að markinu þeirra,“ Sagði Tufa um hvort leikur sinna manna í dag hafi verið leikur tveggja hálfleikja og hélt svo áfram. „Þegar markið kom og við lendum undir kemur smá panik í okkur og eins og eðlilegt er misstu menn sjálfstaustið . Við notuðum svo hálfleikin vel til að stíga upp og alvöru menn stíga upp þegar það er miklvægt og ég er að þjálfa alvöru menn."

Hinn spænski Primo framherji Grindavíkur þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir að hafa jafnað leikinn fyrir Grindavík. Veit Tufa hver staðan er á honum?

„Nei ég get ekki sagt neitt. Ég veit ekki var hann að meiðast þegar hann var að fagna marki. Hann bara bað strax um skiptingu eftir að hafa skorað en ég held hann verði klár strax í næsta leik.“

Grindavík vann eins og áður sagði sinn fyrsta sigur síðan í lok maí.
Hver eru markmið liðins í næstu leikjum?

„Markmiðið er að horfa fram á við eins og höfum gert allan tímann. Sigurinn var kærkominn í dag við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að ná í þennan sigur. Það hafa verið fullt af jafnteflisleikjum sem mér fannst við eiga að vinna en það er bara eins og ég sagði að horfa fram á við og undirbúa næsta leik á móti nýjum meisturum KR.“

Sagði Tufa en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner