Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   mið 28. júlí 2021 22:26
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Úlfa Dís: Ég mun styðja stelpurnar
Úlfa Dísr kom til Stjörnunar frá FH fyrir tímabilið.
Úlfa Dísr kom til Stjörnunar frá FH fyrir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, leikmaður Stjörnunar í Pepsi Max deild kvenna, spilaði vel í 2-1 sigri Stjörnukvenna á Selfossi í kvöld. Úlfa Dís skoraði bæði mörk Stjörnunar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Selfoss

„Ég er bara ótrúlega sátt. Loksins small þetta, ég er búin að eiga nokkur skot í sumar en loksins kom þetta."

Úlfa var ánægð með spilamennsku síns liðs í kvöld.

„Mér fannst við vera skipulagðar og við töluðum vel saman og þetta var bara það sem við ætluðum okkur og það kom á endanum þó að við höfum lent undir, við vissum allan tíman að við myndum koma til baka."

Með sigrinum fer Stjarnan upp fyrir Selfoss í þriðja sæti deildarinnar. Úlfa Dís er ánægð með gengi liðsins í sumar og er bjartsýn á framhaldið.

„Mér finnst hún bara hafa verið mjög góð, það hefur ekki allt dottið með okkur en loksins er allt að koma"

„Mér líst bara mjög vel á framhaldið, ég mun styðja stelpurnar áfram því að ég er náttúrulega að fara út."


Úlfa Dís heldur út til Bandaríkjunum á morgun þar sem hún spilar í háskólaboltanum með Kentucky.
Athugasemdir
banner