Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   fös 28. júlí 2023 23:40
Sölvi Haraldsson
Viktor Jónsson: Núna styttist bara í það að við náum þeim
Lengjudeildin
„Mér líður bara ógeðslega vel.“
„Mér líður bara ógeðslega vel.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara ógeðslega vel. Þetta var ógeðslega erfitt en það er bara sætara þegar það tekur á. Að fara með þrjú stig upp á Skaga er bara geggjað.“ sagði Viktor Jónsson sem skoraði hvorki meira né minna en fjögur mörk í kvöld gegn Aftureldingu.


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  5 ÍA

Núna ertu kominn með 13 mörk í sumar og ert kominn í baráttuna um gullskóinn við Elmar Kára og Arnór Gauta. Hvernig hefur þér fundist þitt persónulega tímabil hafa verið í sumar?

Mér hefur liðið ofboðslega vel. Þetta fór brösulega af stað. við vorum ekki alveg að ná dampi í byrjun. Við vorum alveg að skapa okkur færin en við vorum ekki að ná að koma boltanum í netið. Við vissum alveg að þetta myndi detta og það gefur manni sjálfstraust að fara inn í leiki vitandi það að maður er að fara að fá þessi færi sem maður þarf til þess að vinna þessa leiki. Þannig sjálfstraustið í liðinu er mjög gott og sjálfstraustið í mér er mjög gott. Ég er með 13 mörg og í baráttunni um gullskóinn sem er alltaf eitt af markmiðunum. Þannig ég bara held áfram að reyna að skora fyrir liðið og hlaupa og keyra þetta áfram.“

Það voru nánast allir sóknarmenn Skagaliðsins sem áttu þátt í einhverjum mörkum í kvöld þrátt fyrir að þú skoraðir fjögur, var þetta ekki bara öflug liðsheild sem skilaði þessum sigri í kvöld?

Klárlega. Ég er bara einn leikmaður í þesu liði og liðsheildin skilaði þessum sigri. Við vissum það að þetta yrði mjög erfitt. Afturelding eru með frábært lið og voru taplausir fyrir leik. Maður skilur alveg afhverju, þeir eru með svakalegt flæði í öllu liðinu og halda boltanum vel. Við þurftum að hlaupa mikið og vera þolinmóðir í dag til þess að vinna leikinn. Síðan bara beittum við frábærum skyndisóknum og tókum réttar ákvarðanir. Núna styttist bara í það að við náum þeim.

Hvernig lýst þer á framhaldið, þið eigið Leikni næst og eruð núna átta sitgum á eftir Aftureldingu en þið eigið leik til góða á þá. 

Þetta er ótrúlega spennandi. Við erigum 9 leiki eftir sem þýðir það að það eru 27 stig í pottinum og við eigum einn leik inni á Aftureldingu, þannig við getum minnkað bilið niður í fimm stig. Þetta er bara ótrúlega spennandi og það er stutt í Aftureldingu ef við klárum Leikni á miðvikudaginn.“

Stuðningsmennirnir sungu við viljum fimmu eftir að þú settir fjórða markið. Varst þú eitthvað ósáttur með það að hafa ekki náð fimmunni?

Nei alls ekki, ég er auðvitað bara sáttur með fjögur. En maður sér það að maður fékk alveg tækifæri til þess að setja fimmta markið en maður getur ekki kvartað.“

Leiknir næst og þér lýst væntanlega bara vel á þann leik?

Já klárlega. Það er sjálfstraust í liðinu og ef við spilum eins og við gerðum í dag, leggjum okkur fram hvorn fyrir annan þá stoppar okkur enginn.“ sagði Viktor Jónsson, framherji ÍA, eftir magnaðan 5-2 sigur Skagamanna á Aftureldingu í kvöld.

Viðtalið við Viktor má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner