Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 16:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433 
Enn einu tilboði Vals hafnað - Víkingar sagðir vilja fá Jónatan á móti
Valdimar var maður leiksins gegn Fram í gær.
Valdimar var maður leiksins gegn Fram í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan og Túfa fögnuðu sigrinum gegn Víkingi um síðustu helgi.
Jónatan og Túfa fögnuðu sigrinum gegn Víkingi um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
433.is fjallar um það í dag að nýjasta tilboði Vals í Valdimar Þór Ingimundarson hafi verið hafnað í gær. Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals, sagði frá því í Dr. Football í gær að það tilboð hafi hljóða upp á 20 milljónir króna. Í síðustu viku var fjallað um að tveimur tilboðum Vals í Valdimar hefði verið hafnað.

Samkvæmt heimildum 433 vildi Víkingur fá Jónatan Inga Jónsson, leikmann Vals, í skiptum. Bæði Valdimar og Jónatan eru á meðal allra bestu leikmanna deildarinnar.

„Ég get ekki tjáð mig um ákveðna leikmenn. Ekki annað en það að tilboðunum var hafnað og við erum ánægðir með okkar hóp. Við erum ánægðir með okkar hóp og viljum ekki missa leikmenn frá okkur sem eru ánægðir hér," sagði Björn Steinar Jónsson, formaður fótboltadeildar Vals, við 433. Hann segir að það liggi ekki fyrir hvort Valur leggi fram annað tilboð, en það verði skoðað.

„Valdimar er þannig leikmaður að ef það er möguleiki á því gerum við allt sem við getum gert til að láta það gerast."

Valur er að missa Tómas Bent Magnússon til Hearts í Skotlandi. Valdimar er sagður ósáttur hjá Víkingi en hann var spurður út í það í gær.

„Nei, mér líður bara vel í Víkinni og ég ætla ekki að vera að tala mikið um þetta. Það er leikur aftur á fimmtudaginn og ég ætla bara að einbeita mér að því," sagði Valdimar við Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir
banner