„Þetta er ofboðslega súrt, mér fannst við vera betri allan leikinn. Við vorum klaufar að klára ekki leikinn, ég fer illa með gott færi, við eigum bara að vera búnir að klára leikinn", sagði Valdimar Þór Ingimundarson, leikmaður Víkings við fótbolta.net eftir leik liðsins við Fram.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net lagði Valur fram tilboð í Valdimar. Er hann meðvitaður um það?
„Ég hef bara ekkert spáð í það. Ég er að spila mikið af leikjum með Víkingi og er bara að einbeita mér að því"
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net lagði Valur fram tilboð í Valdimar. Er hann meðvitaður um það?
„Ég hef bara ekkert spáð í það. Ég er að spila mikið af leikjum með Víkingi og er bara að einbeita mér að því"
Lestu um leikinn: Fram 2 - 2 Víkingur R.
Einnig hefur Fótbolti.net heyrt orðróm um að Valdimar sé ósáttur hjá Víkingi og vilji leita á önnur mið. Getur Valdimar sagt af eða á með það?
„Nei mér líður bara vel í Víkinni og ég ætla ekki að vera að tala mikið um þetta. Það er leikur aftur á fimmtudaginn og ég ætla bara að einbeita mér að því"
Valdimar var allt í öllu þegar Víkingur komst yfir 2-1 og gaf Atla Þór markið á silfurfati. Hann lék á nokkra Framara og fór meðal annars á milli Simons og Sigurjóns áður en hann sendi hárnákvæma sendingu á Atla Þór sem þurti lítið annað en að snerta boltann með höfðinu.
„Þetta gerist svo hratt. Maður fær boltann og um leið og ég næ að snúa þá sé ég smá gat til að keyra. Smá heppnisstimpill yfir þessu, koma þessu inn í teiginn og leyfa stóra manninum að ráðast á þetta"
En er hann sáttur með spilamennsku liðsins í dag?
„Jú ég er nefnilega mjög sáttur með leikinn sjálfann en bara óþolandi þegar við eigum að vera að vinna. Það þýðir ekki alltaf að segja að við eigum að vera búnir, við vorum bara mikið betri og áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik"
Athugasemdir