Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 28. ágúst 2023 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Ásmundur látinn fara frá Breiðabliki (Staðfest)
Ásmundur Arnarsson er farinn frá Blikum
Ásmundur Arnarsson er farinn frá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur náð samkomulagi við Ásmund Arnarsson, þjálfara kvennaliðsins, að hann láti af störfum en þetta kemur fram í tilkynningu í dag.

Ásmundur tók við Blikum í byrjun október árið 2021 en hann tók við keflinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni.

Hann stýrði liðinu meðal annars í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu áður en nýtt tímabil fór af stað. Á síðasta ári hafnaði liðið í 3. sæti deildarinnar en liðið er sem stendur í 2. sæti með 34 stig, átta stigum á eftir toppliði Val eftir átján umferðir.

Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og er svo gott sem úr titilbaráttunni og var því ákveðið að ljúka samstarfinu.

Tilkynning Breiðabliks:

„Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson, hafa náð samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Árangur liðsins að undanförnu hefur verið undir væntingum og því hafa aðilar komist að þeirri niðurstöðu að breytinga sé þörf.

Ásmundur hefur verið þjálfari meistaraflokks kvenna síðan haustið 2021 og meðal annars stýrt liðinu í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Liðið hefur tvisvar leikið til úrslita í Mjólkurbikarnum auk fjölmargara annara leikja og náð miklum árangri. Liðið hefur undir hans stjórn glatt stuðningsmenn félagsins með skemmtilegri knattspyrnu og góðum úrslitum. Ásmundur hefur skilað afar miklu starfi innan félagsins í gegnum árin á fjölmörgum sviðum sem þjálfari, foreldri og sjálfboðaliði. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ásmundi kærlega fyrir hans störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í næstu verkefnum.“

Athugasemdir
banner
banner
banner