Óli Stefán Flóventsson mun líklega ekki halda áfram sem þjálfari Grindavíkur eftir tímabilið.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net tilkynnti Óli Stefán forráðamönnum Grindavíkur í vikunni að hann ætli ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili.
Óli Stefán vildi sjálfur ekkert tjá sig um málið í samtali við Fótbolta.net í dag.
Óli Stefán var leikmaður Grindavíkur í áraraðir en hann tók við liðinu haustið 2015 eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari með Tommy Nielsen.
Í fyrra stýrði Óli liði Grindavíkur upp úr Inkasso-deildinni. Í sumar hafa Grindvíkingar komið öllum á óvart en liðið er í 6. sæti Pepsi-deildarinnar fyrir lokaumferðina.
Grindavík mætir Fjölni á heimavelli í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni á laugardaginn.
Athugasemdir