Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 28. september 2019 17:07
Hafliði Breiðfjörð
Gummi Júl spilaði ekkert í sumar en byrjar næsta tímabil í banni
Guðmundur Þór á hliðarlínunni hjá HK í sumar.
Guðmundur Þór á hliðarlínunni hjá HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þór Júlíusson fyrirliði HK hefur ekki átt gott ár og lokahnykkurinn í dag var kannski til að kóróna vont ár.

Hann missti af öllu tímabilinu eftir að hafa slitið krossband í Bose mótinu í nóvember og hefur verið í liðsstjórn í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hann stefnir á að hefja næsta tímabil með liðinu en eftir leik HK gegn Val í dag er ljóst að það tefst enn frekar.

Guðmundur fékk að líta beint rautt spjald sem liðsstjóri þegar hann mótmælti undarlegum dómi Ívars Orra Kristjánssonar í leiknum í dag.

Vegna þessa verður hann í leikbanni í fyrsta leik mótsins 2020.

„Hann svekkir sig aðeins á þessu í kvöld og það verður svekkjandi þegar tímabilið byrjar eftir 7-8 mánuði. Þá verður hann minntur á að hann sé í banni í fyrsta leik," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

„Það er bara eins og það er, það er ekkert í því að gera núna."
Brynjar Björn: Fannst dómararnir vorkenna Valsmönnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner